Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbrigði eru kunn eins og að láta eitthvað sitja á hakanum, búa á hakanum og vera hafður á hakanum.


Uppvaskið situr á hakanum.

Halldór Halldórsson segir í Íslenzku orðtakasafni (1968 I:208–209) að uppruninn sé óvís en vel geti verið að Björn Halldórsson hafi rétt fyrir sér. Vísar hann til þess að í kvæði frá 17. öld eftir Stefán Ólafsson komi fyrir „á hakanum yzt“ í merkingunni ‛síðastur í röð’. Undir þetta tekur Jón Friðjónsson í Mergi málsins (2006:295).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.7.2011

Spyrjandi

Elín Hilmarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59521.

Guðrún Kvaran. (2011, 5. júlí). Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59521

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59521>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbrigði eru kunn eins og að láta eitthvað sitja á hakanum, búa á hakanum og vera hafður á hakanum.


Uppvaskið situr á hakanum.

Halldór Halldórsson segir í Íslenzku orðtakasafni (1968 I:208–209) að uppruninn sé óvís en vel geti verið að Björn Halldórsson hafi rétt fyrir sér. Vísar hann til þess að í kvæði frá 17. öld eftir Stefán Ólafsson komi fyrir „á hakanum yzt“ í merkingunni ‛síðastur í röð’. Undir þetta tekur Jón Friðjónsson í Mergi málsins (2006:295).

Mynd:

...