Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5927 svör fundust
Hvað eru líkormar og hvernig verða þeir til?
Orðið líkormur vísar til lirfa fjölmargra skordýrategunda sem verpa eða setja lifandi lirfur sínar í ýmiss konar hræ eða sár dýra. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á framvindu skordýralífs í hræjum. Mismunandi stigum í rotnunarferli hræs fylgir mismunandi samsetning örvera og skordýra. Menn hafa greint f...
Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?
Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...
Hvernig sjúkdómur er bleikjuhreistur?
Bleikjuhreistur (Pityriasis rosea) eða rósahnappur er algengur húðsjúkdómur með einkennandi útbrotum á húð. Sjúkdómurinnn er algengastur hjá ungu fólki og kemur oftar fram hjá konum en körlum. Orsökin er ekki fullþekkt en talið er að sjúkdómurinn sé af völdum veiru. Sjúkdómurinn er ekki smitandi og gengur yfir af ...
Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?
Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....
Hvað eru smálán?
Upprunalega spurningin var: Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :) Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að ...
Hvaða menntun þarf maður til að geta orðið geimfari?
Menntun geimfara er allmismunandi. Úti í geimnum þurfa geimfarar að vinna ýmis rannsóknarverkefni. Ekki er þó nauðsynlegt að þeir séu sérhæfðir í hverju verkefni, heldur þurfa þeir að geta farið eftir þeim rannsóknarleiðbeiningum sem þeim eru gefnar. Líkamleg próf og sálfræðipróf skipta miklu við val á geimförum. ...
Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla?
Talað er um halla á viðskiptum við útlönd ef land hefur minni tekjur af útflutningi á vörum og þjónustu en það ver til kaupa á innfluttum vörum og þjónustu. Til að greiða fyrir þetta er hægt að selja útlendingum erlendar eða innlendar eignir landsmanna eða taka erlend lán. Hversu langt er hægt að ganga án þess að ...
Hvaðan kemur olían og klárast hún einhvern tímann?
Jarðolía myndast úr plöntu- og dýraleifum sem safnast saman á sjávarbotni. Fyrir tilstuðlan gerla og hvata, þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs taka leifarnar ýmsum efnabreytingum og verða með tímanum að olíu. Olían er takmörkuð auðlind. Nú er talið að í jörðu séu um 1.000 milljarðar tunna en það samsvara...
Hver var Enrico Fermi og hvert var hans framlag til vísindanna?
Enrico Fermi var eðlisfræðingur sem fæddist á Ítalíu árið 1901 og lést árið 1954 í Bandaríkjunum. Hann markaði djúp spor í eðlisfræði tuttugustu aldar, einkum í kjarneðlisfræði og öreindafræði. Lengdareiningin fermi er til dæmis kennd við hann, og sömuleiðis fermíeindir en skiptaeðli þeirra er lykilatriði í skammt...
Hvers vegna byrja unglingar að drekka?
Samkvæmt skýrslum SÁÁ mun láta nærri að 16% Íslendinga fari einhvern tíma ævi sinnar í gegnum vímuefnameðferð, eða nærri einn af hverjum 6. Þess utan er vitað að ekki leita allir sér hjálpar þótt þeir lendi í vanda af völdum vímuefnaneyslu, þannig að jafnvel er hægt að búast við að enn hærra hlutfall Íslendinga sé...
Hvað er einræktun?
Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...
Hvað er meðalhófsregla?
Til þess að svara þessari spurningu er vert að fjalla fyrst almennt um stjórnsýslu og stjórnsýslulög. Íslensk stjórnskipun einkennist meðal annars af þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Hlutverk stjórnvalda sem fara með framkvæmdavaldið er tvíþætt. Annars vegar sjá þau um fra...
Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?
William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...
Hvernig virka farsímar?
Farsímar eru í raun bara flókin útvarpstæki, nema hvað að þeir taka ekki bara á móti rafsegulbylgjum, eins og útvörp, heldur geta líka sent þær frá sér. Í dag eru allir farsímar stafrænir, það er þeir taka við og senda frá sér stafrænar upplýsingar, það er 0 eða 1 í löngum bunum, hvort sem það er stafrænt kóðað ra...