Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig sjúkdómur er bleikjuhreistur?

Erla Sveinsdóttir

Bleikjuhreistur (Pityriasis rosea) eða rósahnappur er algengur húðsjúkdómur með einkennandi útbrotum á húð. Sjúkdómurinnn er algengastur hjá ungu fólki og kemur oftar fram hjá konum en körlum. Orsökin er ekki fullþekkt en talið er að sjúkdómurinn sé af völdum veiru. Sjúkdómurinn er ekki smitandi og gengur yfir af sjálfu sér.

Einkenni

Pityriasis rosea byrjar oftast með bleikum, egglaga flekk sem oft er kallaður „móðurflekkur”. Hann er venjulega 3-6 cm að stærð og kemur oftast fram á baki eða brjóstum. Á næstu 1-2 vikum eftir að móðurflekkurinn myndast koma fram smærri blettir af sama toga á bol, hálsi og handleggi. Útbrotin eru vel afmörkuð, aðeins upphleypt og í miðju þeirra verður húðin stundum þurr og hreisturkennd.



Hér sjást einkennandi útbrot fyrir sjúkdóminn bleikjuhreistur eða rósahnapp.

Útbrotin hverfa oftast á 4-8 vikum en geta þó varað allt upp í 12 vikur. Þau geta orðið ljósbrún áður en þau hverfa alveg en skilja ekki eftir sig varanleg ummerki á húðinni. Kláði í húð getur komið fram samfara útbrotunum. Sjúklingur finnur venjulega ekki fyrir öðrum einkennum en þreyta og höfuðverkur geta þó komið fram. Heit böð og líkamleg áreynsla geta aukið útbrotin.

Greining

Engar forvarnir eru þekktar gegn bleikjuhreistri. Saga og skoðun nægir venjulega til að greina sjúkdóminn. Vegna þess hve sjúkómurinn líkist öðrum sjúkdómum, sérstaklega ef hann kemur ekki fram í sínu dæmigerðasta formi, er nauðsynlegt að útiloka fyrst aðra sjúkdóma svo sem sveppasýkingu. Hægt er að taka sýni úr húð til greiningar sjúkdómsins.

Meðferð

Ekki er þörf á meðferð við vægum sjúkdómseinkennum. Varast ber að klóra eða skrúbba húðina en nota þess í stað rakakrem til að mýkja hana og einnig má nota krem sem draga úr kláða. Mild sterakrem má nota til að minnka bólgu og einnig er hægt að taka andhistamín (ofnæmislyf) í töfluformi við miklum kláða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Þessi grein birtist upphaflega á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

31.1.2008

Spyrjandi

Hrönn Harðardóttir

Tilvísun

Erla Sveinsdóttir. „Hvernig sjúkdómur er bleikjuhreistur?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7040.

Erla Sveinsdóttir. (2008, 31. janúar). Hvernig sjúkdómur er bleikjuhreistur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7040

Erla Sveinsdóttir. „Hvernig sjúkdómur er bleikjuhreistur?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7040>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig sjúkdómur er bleikjuhreistur?
Bleikjuhreistur (Pityriasis rosea) eða rósahnappur er algengur húðsjúkdómur með einkennandi útbrotum á húð. Sjúkdómurinnn er algengastur hjá ungu fólki og kemur oftar fram hjá konum en körlum. Orsökin er ekki fullþekkt en talið er að sjúkdómurinn sé af völdum veiru. Sjúkdómurinn er ekki smitandi og gengur yfir af sjálfu sér.

Einkenni

Pityriasis rosea byrjar oftast með bleikum, egglaga flekk sem oft er kallaður „móðurflekkur”. Hann er venjulega 3-6 cm að stærð og kemur oftast fram á baki eða brjóstum. Á næstu 1-2 vikum eftir að móðurflekkurinn myndast koma fram smærri blettir af sama toga á bol, hálsi og handleggi. Útbrotin eru vel afmörkuð, aðeins upphleypt og í miðju þeirra verður húðin stundum þurr og hreisturkennd.



Hér sjást einkennandi útbrot fyrir sjúkdóminn bleikjuhreistur eða rósahnapp.

Útbrotin hverfa oftast á 4-8 vikum en geta þó varað allt upp í 12 vikur. Þau geta orðið ljósbrún áður en þau hverfa alveg en skilja ekki eftir sig varanleg ummerki á húðinni. Kláði í húð getur komið fram samfara útbrotunum. Sjúklingur finnur venjulega ekki fyrir öðrum einkennum en þreyta og höfuðverkur geta þó komið fram. Heit böð og líkamleg áreynsla geta aukið útbrotin.

Greining

Engar forvarnir eru þekktar gegn bleikjuhreistri. Saga og skoðun nægir venjulega til að greina sjúkdóminn. Vegna þess hve sjúkómurinn líkist öðrum sjúkdómum, sérstaklega ef hann kemur ekki fram í sínu dæmigerðasta formi, er nauðsynlegt að útiloka fyrst aðra sjúkdóma svo sem sveppasýkingu. Hægt er að taka sýni úr húð til greiningar sjúkdómsins.

Meðferð

Ekki er þörf á meðferð við vægum sjúkdómseinkennum. Varast ber að klóra eða skrúbba húðina en nota þess í stað rakakrem til að mýkja hana og einnig má nota krem sem draga úr kláða. Mild sterakrem má nota til að minnka bólgu og einnig er hægt að taka andhistamín (ofnæmislyf) í töfluformi við miklum kláða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Þessi grein birtist upphaflega á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi....