Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2004 svör fundust
Hvað táknar serbneski fáninn?
Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit ...
Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?
Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...
Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?
Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu. Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia). Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru...
Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?
Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...
Hvenær fæddist Múhameð?
Múhameð spámaður hét fullu nafni Abū al-Qāsim Muḥammad ibn ʿAbd Allāh ibn ʿAbd al-Muṭṭalib ibn Hāshim. Hann fæddist árið 570 í Mekka og lést 8. júní árið 632 í Medínu. Bænahús múslima kallast moskur. Þeir sem aðhyllast íslamstrú, það er múslimar, trúa á einn g...
Hver fann upp sígarettuna og hvenær?
Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...
Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?
Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...
Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?
Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...
Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?
Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum. Brandugla er eina uglutegundin sem verpir hér á landi að staðaldri en snæugla er flækingsfugl hér en verpir þó stundum á Íslandi. Branduglur (Asio flammeus) eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200...
Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!
Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...
Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...
Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...
Háskólalestin á Djúpavogi 2019
Háskólalestin fór á Djúpavog 24. og 25. maí og seinni daginn var haldin vísindaveisla á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Fjölmargir gestir gátu þar gert ýmsar tilraunir í efnafræði, skoðað undur eðlisfræðinnar og kynnt sér japanska menningu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur HÍ lagði einnig allmargar þrautir og gá...
Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins "della", sbr. "kúadella"? Fyrirspurnin vaknar úr rannsókn á uppruna enska fyrirbærisins "dilly cart", sem í nokkrum héruðum Englands sem tilheyrðu Danalögum á miðöldum* var nafnið á ökutækinu sem notað var við tæmingu salerna, líka ...
Er Selfoss til?
Hér er væntanlega ekki verið að spyrja um þéttbýliskjarnann Selfoss því varla efast nokkur um tilvist hans, heldur frekar hvort á landinu sé eitthvert vatnsfall sem ber þetta heiti. Svarið við þeirri spurningu, og öðrum sem snúa að því hvort tiltekin örnefni eru til og hvar þau er þá að finna, má nálgast með þv...