Síðan eru önnur dýr sem eru mjög háð hafinu um fæðu þótt þau dvelji ekki í sjónum meirihluta ævinnar. Þetta eru til dæmis tvær tegundir otra, sæotur (Enhydra lutris) og önnur tegund sem á fræðimála kallast Lontra felina. Hvítabirnir (Ursus maritimus) falla líka í þennan flokk, þeir eyða stærstum hluta ævi sinnar á ís en sækja meira en 97% af fæðu sinni úr sjó. Langflestir dýrafræðingar eru sammála um að telja slík dýr til sjávarspendýra sem þó er ekki flokkunarfræðilegt hugtak heldur mætti kalla það vistfræðilegt hugtak. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?
- Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?
- Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?