Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?

Jón Már Halldórsson

Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu.

Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia).



Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru nær alfarið háðir fæðu úr sjónum.

Síðan eru önnur dýr sem eru mjög háð hafinu um fæðu þótt þau dvelji ekki í sjónum meirihluta ævinnar. Þetta eru til dæmis tvær tegundir otra, sæotur (Enhydra lutris) og önnur tegund sem á fræðimála kallast Lontra felina.

Hvítabirnir (Ursus maritimus) falla líka í þennan flokk, þeir eyða stærstum hluta ævi sinnar á ís en sækja meira en 97% af fæðu sinni úr sjó. Langflestir dýrafræðingar eru sammála um að telja slík dýr til sjávarspendýra sem þó er ekki flokkunarfræðilegt hugtak heldur mætti kalla það vistfræðilegt hugtak.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The Physical Environment. Sótt 10. 12. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.12.2009

Spyrjandi

Alex Árni Jakobsson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54650.

Jón Már Halldórsson. (2009, 11. desember). Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54650

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54650>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?
Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu.

Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia).



Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru nær alfarið háðir fæðu úr sjónum.

Síðan eru önnur dýr sem eru mjög háð hafinu um fæðu þótt þau dvelji ekki í sjónum meirihluta ævinnar. Þetta eru til dæmis tvær tegundir otra, sæotur (Enhydra lutris) og önnur tegund sem á fræðimála kallast Lontra felina.

Hvítabirnir (Ursus maritimus) falla líka í þennan flokk, þeir eyða stærstum hluta ævi sinnar á ís en sækja meira en 97% af fæðu sinni úr sjó. Langflestir dýrafræðingar eru sammála um að telja slík dýr til sjávarspendýra sem þó er ekki flokkunarfræðilegt hugtak heldur mætti kalla það vistfræðilegt hugtak.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The Physical Environment. Sótt 10. 12. 2009....