Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7730 svör fundust
Hvaða svör voru mest lesin í 14. viku ársins 2016 á Vísindavefnum?
Það er fróðlegt að skoða hvaða svör á Vísindavefnum voru mest lesin í þessari viku, það er 14. viku ársins 2016: Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? Hvaða áhrif hefur þingrof? Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð...
Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?
Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýms...
Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?
Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...
Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?
Spurningin öll hljóðaði svona: Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að ...
Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum?
Enginn veit hvernig líf myndaðist á jörðinni. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og ótal skemmtilegar hugmyndir ríkir alger óvissa um fyrstu skrefin í náttúrulegri "sköpun" lífsins á jörðinni. Til dæmis er það mikil ráðgáta hvernig fyrsta erfðaefnið myndaðist og úr hvaða efni það var samsett. Sumir halda að þa...
Getur ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær?
Spurningin í heild var sem hér segir:Fyrst maðurinn hefur bara fimm skilningarvit getur þá ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær? Og gæti ekki verið að fyrstu sambönd okkar við annað vitsmunalíf verði gegnum tæki sem getur skynjað þetta "líf" en ekki að fara l...
Hver er sinnar gæfu smiður?
Hann hét Epíktetos og hér er skráning Gegnis á Landsbókasafni á bók hans um þetta: HÖFUNDUR : Epíktetos, um 55-135 TITILL : Hver er sinnar gæfu smiður: handbók Epiktets; Íslensk þýðing og eftirmáli dr. Broddi Jóhannesson ÚTGÁFA : 2. pr. ÚTGÁFUSTAÐUR : [Reykjavík] : Almenna b...
Hve langt er milli jarðarinnar og Merkúríusar?
Meðalfjarlægð Merkúríusar frá sólu er 57.900.000 km og meðalfjarlægð jarðar frá sólu er 149.503.000 km. Minnsta fjarlægð Merkúríusar frá jörðu er 91.603.000 km en mesta fjarlægðin er 207.403.000 km. Minnsta fjarlægð fæst þegar maður dregur 57.900.00 km (fjarlægð Merkúríusar frá sólu) frá 149.503.000 km (fjarlæ...
Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?
Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin val...
Er til annar heimur?
Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...
Hvað er murta?
Murta er afbrigði af bleikju. Murtan lifir í Þingvallavatni en það er eina stöðuvatnið í heiminum sem hefur fjögur afbrigði af bleikju. Þau heita: murta, kuðungableikja, dvergbleikja og sílableikja. Murtan er jafnmynnt og lifir aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Hún hefur oddmjótt höfuð og jafnlanga sk...
Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?
Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...
Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?
Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í gr...
Hvers vegna svitnar maður?
Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig. Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segj...
Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998: Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberu...