Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Enginn veit hvernig líf myndaðist á jörðinni. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og ótal skemmtilegar hugmyndir ríkir alger óvissa um fyrstu skrefin í náttúrulegri "sköpun" lífsins á jörðinni.
Til dæmis er það mikil ráðgáta hvernig fyrsta erfðaefnið myndaðist og úr hvaða efni það var samsett. Sumir halda að það hafi verið kjarnsýran RNA en mörgum þykir líklegra að það hafi verið annars konar stórsameind. DNA kom að öllum líkindum löngu á eftir RNA. Mikil óvissa ríkir líka um upphaf efnaskipta.
Fyrstu lífverurnar hafa eflaust verið mjög einfaldar í sniðum og haft lítið erfðaefni en um líf í venjulegum skilningi hefur tæpast verið að ræða fyrr en erfðaefni og fjölgun komu til sögunnar.
Margir vísindamenn vinna nú að rannsóknum sem snerta uppruna lífsins en ég veit ekki til þess að neinn þeirra geri sér enn vonir um að geta skapað nýtt líf. Þá skortir þekkingu til þess. Eflaust munu vísindamenn framtíðarinnar reyna að líkja eftir því sem þeir halda að hafi verið fyrstu skref lífsins á jörðinni og einhvern tíma tekst þeim að líkindum að búa til frumstæða lífveru. Vegna þess hve þekking á lífmyndun er enn skammt á veg komin held ég þó að þetta gerist ekki á næstu árum. Það gætu liðið nokkrir áratugir þangað til þetta tekst, ef til vill enn lengri tími.
Nýjar uppgötvanir og nýr skilningur gætu líka áður en varir gert það auðvelt sem nú virðist næstum því óyfirstíganlegt!
Guðmundur Eggertsson. „Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59.
Guðmundur Eggertsson. (2000, 12. febrúar). Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59
Guðmundur Eggertsson. „Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59>.