Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1467 svör fundust
Hver fann upp tölurnar?
Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...
Af hverju eru til mýflugur og hvaða gagn gera þær?
Stutta svarið er að mýflugur eru mikilvæg fæðutegund fyrir aðrar tegundir dýra. Ef mýflugur á Íslandi hyrfu mundi líka hverfa allur fiskur úr ám og vötnum. Þótt ótrúlegt megi virðast gegna allar lífverur einhverju hlutverki hér á jörðinni. Þetta hlutverk er oft ekki augljóst fyrir okkur mennina, en í lí...
Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'?
Í heild var spurningin svona: Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark' og hvernig eru þeir flokkaðir? Hákarlategund sú sem kallast grey nurse shark á ensku (Carcharias taurus) nefnist grái skeggháfur á íslensku. Hið sérstæða enska heiti þessara hákarla, "nurse", vísar til þess að þeir “fóstra” fjölda smáf...
Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?
Lungnaþemba er sjúkdómur sem lýsir sér með mæði og hósta. Hún kemur ekki skyndilega fram heldur þróast sjúkdómurinn í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ...
Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...
Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?
Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara ...
Var Sherlock Holmes til í alvöru?
Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...
Hvað er sólin með marga geisla?
Sólin er lýsandi hnöttur úti í geimnum og geislar frá sér ljósi, varma og annarri orku nokkurn veginn jafnt í allar áttir. Ef við horfum bara á sólina "í því ljósi", það er að segja á þennan hátt, þá mundi okkur trúlega aldrei detta í hug að tala um "sólargeisla"!? Þegar himinninn er heiðskír og sólin skín þá s...
Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?
Í fyrsta lagi eru um 6000 stjörnur sýnilegar á næturhimninum með berum augum. Við sjáum þó aldrei nema helminginn af þeim í einu af því að helmingur himinsins er fyrir neðan sjóndeildarhring. Sjá nánar um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Í ...
Hvernig reiknar maður út hversu miklar líkur séu á því að í hópi vinnufélaga eigi einhverjir tveir sama afmælisdag?
Svarið við þessu fer eftir því hversu margir eru í upprunalega hópnum og hversu líklegt það er að tiltekinn dagur sé afmælisdagur einhverrar manneskju. Við skulum gera ráð fyrir að allir dagar ársins séu jafn líklegir sem afmælisdagar, því annars verður spurningin fljótt of flókin til að hægt sé að svara henni í s...
Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?
Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Eng...
Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?
Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber...
Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?
Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild. Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á ...
Hvað eru margar frumeindir í einni súrefnissameind?
Hvert frumefni hefur ákveðið efnatákn sem samanstendur af einum eða tveimur bókstöfum. Til dæmis hefur súrefni efnatáknið O, vetni H, kolefni C, helín He og svo mætti lengi telja. Uppbyggingu efna er hægt að lýsa með nokkrum efnaformúlum. Í svonefndri sameindaformúlu (e. molecular formula) kemur fram hvaða fru...
Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það?
Það eru engin skilyrði í lögum sem þarf að uppfylla til að stofna stjórnmálaflokk, enda er það réttur hvers og eins að stofna flokk eða samtök um tiltekin markmið eða hugsjónir. Þannig þarf til að mynda ekki leyfi frá stjórnvöldum til að stofna stjórnmálaflokk eða samtök – þau verða til við það eitt að hópur eins...