Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp tölurnar?

Kristín Bjarnadóttir

Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og annað slíkt. Stærðfræðin var þannig eins konar valdatæki og henni einungis miðlað til fárra útvaldra, oft í munnlegri geymd.

Hvað þá um tölurnar? Voru þær til ef þær voru ekki ritaðar? Já, svo mun hafa verið. Einfaldasta stærðfræðin, að telja, virðist alltaf hafa verið iðkuð. „Guð skapaði heilu tölurnar. Allt annað er mannanna verk“ er haft eftir stærðfræðingnum Kronecker (1823–1891). Heimildir eru til um að menn hafi notað hnúta á bandi, steinvölur eða jafnvel lambaspörð til að fylgjast með fjölda, til dæmis búpenings.

Heiti fyrir lágar tölur eru til í öllum tungumálum. Venjulega hafa fyrstu tíu tölurnar sérstök heiti, en þegar einingunum fjölgar þarf að safna þeim saman í eins konar knippi. Vanalegast er að hafa tíu í knippi, einn tug, en önnur flokkun er einnig til. Þá er gjarnan talið í tylftum, til dæmis tylft eggja. Tólf tugir hétu stórt hundrað í fornu máli íslensku.

Í frönsku og dönsku telja menn tuttugu í knippið. Áttatíu á frönsku er ‘fjórir tuttugu’, ‘quatre-vingt’, og á dönsku er áttatíu ‘fjórum sinnum tuttugu’ eða ‘firsindstyve’, stytt í firs. Babýloníumenn notuðu jafnvel sextíu í knippi. Tugurinn var þó eins konar undirknippi.

Fyrstu reiknitækin til að fylgjast með knippunum hafa væntanlega verið fingurnir tíu, eitt knippi. Síðan þróuðust reiknigrindur með mörgum þjóðum til að halda reiður á talningunni.


Kínversk talnagrind, suanpan.

Talnaritunin tók síðan mið af talnakerfunum sem mótuðust í tungumálinu. Hjá mörgum þjóðum var talnaritunin ekki vel til þess fallin að skrá stórar tölur. Má þar nefna rómverska talnaritun. Babýloníumenn töldu einingar með lóðréttum fleygtáknum en notuðu sérstakt tákn fyrir tuginn, lárétt fleygtákn. Síðan var sex tugum safnað saman í eitt tákn sem var eins og einingin, lóðréttur fleygur, en hafði annað sæti.

Talnaritun sú sem nú tíðkast er komin frá Indverjum segir í fornum íslenskum ritum, en hún barst til Evrópu frá Aröbum á 12. og 13. öld. Það má því segja að Indverjar hafi fundið upp talnaritun okkar og að tölur okkar séu ritaðar með þeim hætti sem tíðkaðist á Indlandi.



Tölur í nokkrum ritmálum.

Með því að smella hér má sjá í máli og myndum hvernig talið er að indó-arabísk talnaritun hafi þróast, fyrst hjá aröbum og síðan hjá Evrópumönnum.

Heimildir og myndir

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

16.1.2006

Spyrjandi

Jóakim Pálsson, f. 1992, Teitur Pétursson, f. 1993

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hver fann upp tölurnar?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5566.

Kristín Bjarnadóttir. (2006, 16. janúar). Hver fann upp tölurnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5566

Kristín Bjarnadóttir. „Hver fann upp tölurnar?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5566>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp tölurnar?
Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og annað slíkt. Stærðfræðin var þannig eins konar valdatæki og henni einungis miðlað til fárra útvaldra, oft í munnlegri geymd.

Hvað þá um tölurnar? Voru þær til ef þær voru ekki ritaðar? Já, svo mun hafa verið. Einfaldasta stærðfræðin, að telja, virðist alltaf hafa verið iðkuð. „Guð skapaði heilu tölurnar. Allt annað er mannanna verk“ er haft eftir stærðfræðingnum Kronecker (1823–1891). Heimildir eru til um að menn hafi notað hnúta á bandi, steinvölur eða jafnvel lambaspörð til að fylgjast með fjölda, til dæmis búpenings.

Heiti fyrir lágar tölur eru til í öllum tungumálum. Venjulega hafa fyrstu tíu tölurnar sérstök heiti, en þegar einingunum fjölgar þarf að safna þeim saman í eins konar knippi. Vanalegast er að hafa tíu í knippi, einn tug, en önnur flokkun er einnig til. Þá er gjarnan talið í tylftum, til dæmis tylft eggja. Tólf tugir hétu stórt hundrað í fornu máli íslensku.

Í frönsku og dönsku telja menn tuttugu í knippið. Áttatíu á frönsku er ‘fjórir tuttugu’, ‘quatre-vingt’, og á dönsku er áttatíu ‘fjórum sinnum tuttugu’ eða ‘firsindstyve’, stytt í firs. Babýloníumenn notuðu jafnvel sextíu í knippi. Tugurinn var þó eins konar undirknippi.

Fyrstu reiknitækin til að fylgjast með knippunum hafa væntanlega verið fingurnir tíu, eitt knippi. Síðan þróuðust reiknigrindur með mörgum þjóðum til að halda reiður á talningunni.


Kínversk talnagrind, suanpan.

Talnaritunin tók síðan mið af talnakerfunum sem mótuðust í tungumálinu. Hjá mörgum þjóðum var talnaritunin ekki vel til þess fallin að skrá stórar tölur. Má þar nefna rómverska talnaritun. Babýloníumenn töldu einingar með lóðréttum fleygtáknum en notuðu sérstakt tákn fyrir tuginn, lárétt fleygtákn. Síðan var sex tugum safnað saman í eitt tákn sem var eins og einingin, lóðréttur fleygur, en hafði annað sæti.

Talnaritun sú sem nú tíðkast er komin frá Indverjum segir í fornum íslenskum ritum, en hún barst til Evrópu frá Aröbum á 12. og 13. öld. Það má því segja að Indverjar hafi fundið upp talnaritun okkar og að tölur okkar séu ritaðar með þeim hætti sem tíðkaðist á Indlandi.



Tölur í nokkrum ritmálum.

Með því að smella hér má sjá í máli og myndum hvernig talið er að indó-arabísk talnaritun hafi þróast, fyrst hjá aröbum og síðan hjá Evrópumönnum.

Heimildir og myndir...