Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 995 svör fundust

category-iconEfnafræði

Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?

Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Ana...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?

Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.[1] Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar.[2] Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmy...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?

Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?

Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?

Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar. Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjör...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um svifíkorna?

Í reynd teljast 43 tegundir til ættbálks (e. tribe) svokallaðra svifíkorna sem á fræðimáli nefnist Pteromyini og heyrir undir ætt íkorna (Sciuridae). Samkvæmt heimildum eru svifíkornar flokkaðir niður í 15 ættkvíslir (e. genus). Tegundaríkust þessara ættkvísla er ættkvísl pokasvifíkorna (Petaurista) en til henn...

category-iconHugvísindi

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?

Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF. Litfrumur (e. melanocyt...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Skeiðarárjökul?

Skeiðarárjökull (1.370 km2) er stærsti skriðjökull sunnan úr Vatnajökli og fellur úr 1.650 m hæð niður í 100 m. Hann takmarkast að vestan af Grænafjalli, eldfjöllunum Þórðarhyrnu, Háubungu og Grímsfjalli upp að Grímsvötnum og nær yfir á Kverkfjallahrygg og suðaustur í Esjufjallahrygg og loks suðvestur í Miðfell og...

category-iconJarðvísindi

Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?

Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er leysiljósið unnið?

Til þess að fá grófa mynd af því hvernig leysir vinnur skulum við taka samlíkingu við fyrirbæri sem flestir þekkja. Á rokktónleikum og útisamkomum eiga hátalarakerfin það til að væla af sjálfu sér. Hér erum við með hringrás; hljóðmerki berast til hljóðnema, sem breytir þeim í rafmerki og sendir til magnara. Magnar...

Fleiri niðurstöður