Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?

Stjörnufræðivefurinn

Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar.

Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjörnumerkið Óríon (einnig nefnt Risinn) er áberandi í suðurátt á kvöldin og auðþekkt á stjörnunum þremur í beltinu sem nefndar eru Fjósakonurnar. Nokkru fyrir neðan beltið hangir sverð risans sem virðist í fyrstu samsett úr þremur stjörnum. Við nánari skoðun sést að í miðju sverðsins er þokumóða sem hefur væntanlega vakið athygli fjölmargra stjörnuskoðenda á kyrrum vetrarkvöldum.

Óríonþokan eða Sverðþokan er risavaxið stjörnumyndunarsvæði eins og sést á myndum frá Hubble-geimsjónaukanum. Sakleysisleg tæki áhugamanna duga ekki til þess að skoða nýmynduð sólkerfi en í handsjónauka og litlum stjörnusjónauka má sjá móta fyrir móðu og nokkrum stjörnum í hnapp í miðjunni. Þegar skilyrði eru hagstæð má jafnvel sjá græna slykju yfir þokunni og við talsverða stækkun í stjörnusjónauka sést að helstu stjörnurnar í þokunni raða sér upp trapisulaga-mynstur.



Þótt Fjósakonurnar séu áberandi komast þær ekki í hálfkvisti við Rígel og Betelgás sem eru meðal björtustu stjarna á himinhvelfingunni. Betelgás virðist appelsínugul og er ein af fáum stjörnum sem sýna annan lit en hvítan. Þar fer saman að hún er rauður ofurrisi og svo björt á himninum að hún nær að virkja litfrumur augans sem liggja yfirleitt í dvala í náttmyrkrinu. Þótt Rígel sé bjartari en Betelgás er hún hvít að lit og sker sig ekki úr meðal stjarnanna. Fjósakonurnar í belti Óríons benda niður á við í átt til Síríusar í stjörnumerkinu Stórahundi. Hún er bjartasta sólstjarnan á næturhimninum en tindrar oft með ýmsum litbrigðum vegna þess að ljósið frá henni þarf að fara langa leið í gegnum lofthjúpinn. Síríus myndar svonefndan Vetrarþríhyrning með Betelgás í Óríon og stjörnunni Prókýon í stjörnumerkinu Litlahundi.

Ef dregin er lína upp á við frá Fjósakonunum þá liggur hún í átt að stjörnuþyrpingunni Sjöstirninu í Nautsmerkinu. Þyrpingin er auðþekkt sem glitrandi ský og yfirleitt sér fólk að minnsta kosti sex stjörnur með berum augum sem raða sér upp í lítinn Karlsvagn. Í handsjónauka eða stjörnusjónauka koma strax í ljós tugir stjarna sem eru í þyrpingunni en í henni eru yfir þúsund stjörnur þótt stór hluti þeirra sjáist ekki í sjónpípum áhugamanna. Sjöstirnið er prýðilegur byrjunarreitur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í stjörnuskoðun á þessum árstíma, hvort sem það er með berum augum eða sjóntækjum. Gaman er að geta þess hér að Sjöstirnið nefnist Subaru á japönsku enda birtast sex björtustu stjörnurnar í merki bifreiðaframleiðandans.

Nokkru neðan við Sjöstirnið er appelsínugul stjarnan sem nefnist Aldebaran. Hún er bjartasta stjarnan í Nautsmerkinu og líkt og Betelgás í Óríon er hún nægilega björt til þess að örva litfrumur augans. Nokkrar daufari stjörnur í kringum Aldebaran tilheyra stjörnuþyrpingu sem nefnist Regnstirnið. Það er auðþekkt á því að björtustu stjörnurnar mynda v-laga mynstur. Þótt Aldebaran sé í sömu sjónlínu þá er hún miklu nær okkur en þyrpingin og ekki hluti af henni. Regnstirnið er næsta stjörnuþyrpingin við sólina okkar og nær yfir myndarlegt svæði á himninum. Gaman er að bera stærð Regnstirnisins á himninum saman við stærð Sjöstirnisins sem er þrisvar sinnum lengra í burtu.

Margt fleira er að sjá á þessum árstíma og má þar nefna aðalstjörnurnar í Tvíburunum, Kastor og Pollux sem eru hátt á himni. Það hefur oft gerst að stjörnuáhugamenn hafi ruglað þeim saman við stjörnurnar í Litlahundi, Prókýon og Gómeisu en það er meira jafnræði í ljósstyrk á milli Tvíburanna en hjá stjörnunum í Litlahundi. Í Tvíburamerkinu og Ökumanninum er að finna nokkrar þyrpingar úr Messier-skránni sem eru tilvaldar fyrir skoðun í stjörnusjónauka.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um stjörnufræði sem fróðlegt er að skoða, til dæmis við spurningunum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um fyrirbæri á himninum á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Áhugamenn um stjörnuskoðun ættu að skoða Stjörnufræðivefinn, en þar má bæði finna ýmsan fróðleik um stjörnurnar og ábendingar um stjörnuskoðun. Einnig er vert að benda á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem býður bæði upp á námskeið um stjörnuskoðun og aðstöðu til stjörnuskoðunar.

Útgáfudagur

28.10.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?“ Vísindavefurinn, 28. október 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54140.

Stjörnufræðivefurinn. (2009, 28. október). Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54140

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54140>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?
Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar.

Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjörnumerkið Óríon (einnig nefnt Risinn) er áberandi í suðurátt á kvöldin og auðþekkt á stjörnunum þremur í beltinu sem nefndar eru Fjósakonurnar. Nokkru fyrir neðan beltið hangir sverð risans sem virðist í fyrstu samsett úr þremur stjörnum. Við nánari skoðun sést að í miðju sverðsins er þokumóða sem hefur væntanlega vakið athygli fjölmargra stjörnuskoðenda á kyrrum vetrarkvöldum.

Óríonþokan eða Sverðþokan er risavaxið stjörnumyndunarsvæði eins og sést á myndum frá Hubble-geimsjónaukanum. Sakleysisleg tæki áhugamanna duga ekki til þess að skoða nýmynduð sólkerfi en í handsjónauka og litlum stjörnusjónauka má sjá móta fyrir móðu og nokkrum stjörnum í hnapp í miðjunni. Þegar skilyrði eru hagstæð má jafnvel sjá græna slykju yfir þokunni og við talsverða stækkun í stjörnusjónauka sést að helstu stjörnurnar í þokunni raða sér upp trapisulaga-mynstur.



Þótt Fjósakonurnar séu áberandi komast þær ekki í hálfkvisti við Rígel og Betelgás sem eru meðal björtustu stjarna á himinhvelfingunni. Betelgás virðist appelsínugul og er ein af fáum stjörnum sem sýna annan lit en hvítan. Þar fer saman að hún er rauður ofurrisi og svo björt á himninum að hún nær að virkja litfrumur augans sem liggja yfirleitt í dvala í náttmyrkrinu. Þótt Rígel sé bjartari en Betelgás er hún hvít að lit og sker sig ekki úr meðal stjarnanna. Fjósakonurnar í belti Óríons benda niður á við í átt til Síríusar í stjörnumerkinu Stórahundi. Hún er bjartasta sólstjarnan á næturhimninum en tindrar oft með ýmsum litbrigðum vegna þess að ljósið frá henni þarf að fara langa leið í gegnum lofthjúpinn. Síríus myndar svonefndan Vetrarþríhyrning með Betelgás í Óríon og stjörnunni Prókýon í stjörnumerkinu Litlahundi.

Ef dregin er lína upp á við frá Fjósakonunum þá liggur hún í átt að stjörnuþyrpingunni Sjöstirninu í Nautsmerkinu. Þyrpingin er auðþekkt sem glitrandi ský og yfirleitt sér fólk að minnsta kosti sex stjörnur með berum augum sem raða sér upp í lítinn Karlsvagn. Í handsjónauka eða stjörnusjónauka koma strax í ljós tugir stjarna sem eru í þyrpingunni en í henni eru yfir þúsund stjörnur þótt stór hluti þeirra sjáist ekki í sjónpípum áhugamanna. Sjöstirnið er prýðilegur byrjunarreitur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í stjörnuskoðun á þessum árstíma, hvort sem það er með berum augum eða sjóntækjum. Gaman er að geta þess hér að Sjöstirnið nefnist Subaru á japönsku enda birtast sex björtustu stjörnurnar í merki bifreiðaframleiðandans.

Nokkru neðan við Sjöstirnið er appelsínugul stjarnan sem nefnist Aldebaran. Hún er bjartasta stjarnan í Nautsmerkinu og líkt og Betelgás í Óríon er hún nægilega björt til þess að örva litfrumur augans. Nokkrar daufari stjörnur í kringum Aldebaran tilheyra stjörnuþyrpingu sem nefnist Regnstirnið. Það er auðþekkt á því að björtustu stjörnurnar mynda v-laga mynstur. Þótt Aldebaran sé í sömu sjónlínu þá er hún miklu nær okkur en þyrpingin og ekki hluti af henni. Regnstirnið er næsta stjörnuþyrpingin við sólina okkar og nær yfir myndarlegt svæði á himninum. Gaman er að bera stærð Regnstirnisins á himninum saman við stærð Sjöstirnisins sem er þrisvar sinnum lengra í burtu.

Margt fleira er að sjá á þessum árstíma og má þar nefna aðalstjörnurnar í Tvíburunum, Kastor og Pollux sem eru hátt á himni. Það hefur oft gerst að stjörnuáhugamenn hafi ruglað þeim saman við stjörnurnar í Litlahundi, Prókýon og Gómeisu en það er meira jafnræði í ljósstyrk á milli Tvíburanna en hjá stjörnunum í Litlahundi. Í Tvíburamerkinu og Ökumanninum er að finna nokkrar þyrpingar úr Messier-skránni sem eru tilvaldar fyrir skoðun í stjörnusjónauka.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um stjörnufræði sem fróðlegt er að skoða, til dæmis við spurningunum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um fyrirbæri á himninum á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Áhugamenn um stjörnuskoðun ættu að skoða Stjörnufræðivefinn, en þar má bæði finna ýmsan fróðleik um stjörnurnar og ábendingar um stjörnuskoðun. Einnig er vert að benda á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem býður bæði upp á námskeið um stjörnuskoðun og aðstöðu til stjörnuskoðunar....