Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2915 svör fundust
Er vitað hversu mikil áhrif keltneska hafði á íslensku á landnámstímanum. Eru til dæmis einhver tökuorð úr keltnesku algeng í daglegu máli?
Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er ...
Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?
Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til. Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni...
Hvað tekur langan tíma að fljúga til Plútó?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?
Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum...
Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur?
Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum eins og skýrt verður hér á eftir. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna - Grasafræði, sem út kom árið 1906. ...
Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?
Auðvelt er að reikna verð hluta með afslætti ef upphaflega verðið er gefið upp. Til að mynda kostar 1.000 króna hlutur með 15% afslætti:0,85 ∙ 1.000 kr = 850 krþar sem talan 0,85 er fengin með því að draga afsláttinn frá heildinni (1-0,15). Aðeins snúnara er að reikna upphaflegt verð ef afslátturinn og af...
Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?
Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið ga...
Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?
Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...
Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?
Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þ...
Ef sólkerfið væri bein lína hvað væri það þá langt?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvaða málmur leiðir best?
Silfur (Ag) hefur hæsta rafleiðni málma við staðalskilyrði. Rafleiðni málma er mælikvarði á hversu greiðlega rafeindir ferðast um málminn milli punkta sem haldið er við mismunandi rafspennu. Því meira sem rafviðnám (mælieining: Ohm) málmsins er því minni er leiðnin. Leiðni er því skilgreind í öfugu hlutfalli vi...
Hver fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp?
Fyrir rúmri öld, eða árið 1897, fann breskur uppfinningamaður að nafni James Henry Atkinson upp músagildruna. Frumgerð músagildrunnar var kölluð “Little nipper” eða “Litli nartarinn”. Form "Litla nartarans" ætti að vera flestum kunnugt Form þessarar músagildru kannast flestir við en það er löngu orðið frægt ú...
Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?
Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...
Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?
Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér. Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi? Að fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?
Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...