Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3181 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir fiskurinn Sander lucioperca á íslensku?

Íslenska heitið á tegundinni Sander lucioperca er vatnaviðnir eða gedduborri. Þetta er ferskvatnsfiskur sem lifir villtur í ám og vötnum í Evrópu og vestanverði Asíu allt austur til Aralvatns. Hann finnst í vötnum og stórum og straumlitlum ám svo sem í Elbe í Póllandi og Dóná. Gedduborinn lifir einnig í Kaspía...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ljóður þegar talað er um að ljóður sé á ráði?

Nafnorðið ljóður merkir ‘galli, annmarki’ og virðist ekki gamalt í málinu. Aðeins 12 dæmi eru í ritmálssafni Orðabókar Háskólans og eru öll nema eitt um að eitthvað sé ljóður á ráði einhvers. Elst dæmanna er úr ritgerðasafni Árna Pálssonar, Á víð og dreif, sem gefið var út 1947: Honum var að vísu ekki virt það ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?

Hin svonefna "fyrsta málfræðiritgerð" stendur fremst af fjórum málfræðiritgerðum sem varðveittar eru í Ormsbók Snorra-Eddu (Codex Wormianus, AM 242 fol.). Handritið er frá þriðja fjórðungi 14. aldar en fyrsta málfræðiritgerðin er frá miðri 12. öld og er höfundur ókunnur. Höfundur ritgerðarinnar hefur verið afar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur?

Orðið svanasöngur er í fyrsta lagi notað í eiginlegri merkingu um ‘söng svansins’, það er hljóðin sem söngsvanurinn gefur frá sér. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá því á 17. öld. Máltækið ekki á saman svanasöngur og gæsa kemur fyrir í málsháttasafni frá 19. öld og er sjálfsagt eldra. Í öðru lagi ...

category-iconFornfræði

Er vörumerkið Nike nefnt eftir grísku gyðjunni Níke?

Já, vörumerkið er nefnt eftir sigurgyðjunni Níke en nafn hennar merkir einfaldlega "sigur" á grísku. Ástæðan er einföld: í íþróttum er keppt til sigurs. Níke er hvergi getið í kviðum Hómers en skáldið Hesíódos (uppi á seinni hluta 8. aldar f.Kr.) segir að sigurgyðjan hafi verið dóttir Pallasar og Styx, dóttur ...

category-iconJarðvísindi

Hefðu menn fyrr á öldum orðið varir við Heklugos eins og varð í febrúar 2000?

Alveg örugglega hefðu þeir orðið varir við slíkt gos, bæði eldglæringar og öskufall, því að Hekla er hið næsta þéttbýlum sveitum. Hins vegar er ekki víst að þeir hefðu alltaf fært slíkt gos á bækur, enda virðist það nokkuð undir hælinn lagt hvað komist hefur í annála af þessu tagi. Þannig er næstum engra eldgosa g...

category-iconJarðvísindi

Hver uppgötvaði kol?

Það er ekki hægt að segja til um hver var fyrstur manna til að gera sér grein fyrir því hvaða not mætti hafa af kolum. En í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? segir meðal annars: Kínverjar fóru að nota kol kringum Krists burð, Hopi-indíánar í vesturríkjum B...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr lifa villt á Írlandi?

Dýralíf á Írlandi er sæmilega fjölskrúðugt þó tegundafjöldinn sé talsvert minni en á öðrum svæðum á svipaðri breiddargráðu vegna einangrunar eyjunnar. Umfjöllunin hér á eftir er bundin við hryggdýrafánu Írlands til þess að svarið verði ekki allt of langt. Fyrst ber að nefna spendýrin en um 30 spendýrategundir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?

Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chirop...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær urðu fimleikar til og hver fann þá upp?

Fimleikar er íþrótt sem felur í sér ýmsar æfingar þar sem saman fara styrkur, liðleiki, samhæfing, snerpa og jafnvægi. Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Á Íslandi eru fyrst og fremst stundaðir áhaldafimleikar og hópfimleikar. Áhaldafimleikar eru aðallega einstaklingsíþrótt en þó er e...

category-iconHeimspeki

Hvað er fyrirbærafræði?

Fyrirbærafræði (e. phenomenology, þ. Phänomenologie) er heimspekistefna sem kom fram á 20. öld og hefur haft ómæld áhrif á iðkun heimspekinnar. Kjarni fyrirbærafræðinnar er rannsókn á gerð mannlegrar vitundar eins og hún birtist frá sjónarhorni fyrstu persónu. Grundvallarformgerð vitundarinnar er í því fólgin að h...

category-iconHugvísindi

Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?

Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið lygalaupur?

Orðið lygalaupur er ekki mjög gamalt í málinu, að minnsta kosti ekki í rituðu máli. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 19. öld. Lygalaupur er sá sem lýgur miklu, er stórlygari. Síðari liður orðsins merkir fyrst og fremst 'meis, grindakassi undir hey' en getur einnig merkt 'óáreiðanlegur maður'. Í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Orðið plebbi er í tísku núna en hvað þýðir það?

Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu ...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins drossía?

Orðið drossía var talsvert notað um glæsilega bifreið en er minna notað nú þótt það heyrist eitthvað. 1929 Cadillac - sannkölluð drossía! Hægt er að rekja orðið til rússnesks orðs yfir vinnuvagn. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld. Orðið mun hafa borist hingað úr dönsku dros...

Fleiri niðurstöður