Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1197 svör fundust
Hver er saga myndbandavæðingarinnar og hverju breytti hún?
Ampex-fyrirtækið setti fyrsta myndbandstækið á markað árið 1956 og byggði á þegar rúmlega hálfrar aldar gamalli uppfinningu danska vísindamannsins Valdemars Poulsens (1869-1942). Í upphafi voru myndbandstæki eingöngu notuð af sjónvarpsstöðvum og í kvikmyndaiðnaðinum en fyrir daga þeirra voru allir sjónvarpsþættir ...
Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?
Hér er reynt að svara eftirfarandi spurningum: Sumir halda því fram að okkur dreymi í svarthvítu. Er það satt og ef svo, hvers vegna? Dreymir okkur (mennina) í svarthvítu eða lit? Það fyrsta sem vert er að velta fyrir sér er af hverju fólk hefur yfirleitt þörf fyrir að spyrja spurningar sem þessarar. Engi...
Hver eru einkenni skordýra?
Skordýr (Insecta) er tegundaauðugasti flokkur dýra á jörðinni í dag. Áætlað er að allt að 75% allra núlifandi dýrategunda séu skordýr og eru einstaklingarnir gríðarlega margir. Sem dæmi má nefna að fræðimenn við Smithsonian-safnið í Washington í Bandaríkjunum gerðu tilraun til þess að meta fjölda skordýra í he...
Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?
Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði...
Af hverju er dverghnísan í útrýmingarhættu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um vaquita-hvalinn? Hvers vegna eru þeir í hættu? Dverghnísa (Phocoena sinus, vaquita á ensku, komið úr spænsku og merkir lítil kýr) er ein fjögurra tegunda núlifandi hnísa. Þetta er afar sjaldgæf tegund sem er einlend nyrst í Kaliforníuflóa. Tegundi...
Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?
Afkvæmi líkjast foreldrum sínum því þau fá erfðaefni (DNA) frá þeim. Þetta á við um öll afkvæmi, hvort sem þau eru börn, dýr, plöntur eða aðrar lífverur enda er DNA erfðaefni allra lífvera á jörðinni. Í náttúrunni getur DNA flust á milli einstaklinga, en það er frekar sjaldgæft. Dæmi eru um að DNA og gen flytjist ...
Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?
Það er bara til ein hundategund í heiminum svo að þessi spurning er frekar ruglandi. Þegar talað er um tegund er það dýrategund, til dæmis köttur, gíraffi eða api. Íslenskur fjárhundur og dalmatíuhundur eru til dæmis ekki hundategundir heldur mismunandi afbrigði. Hundar eru mjög stór tegund og mismunandi afbrigði...
Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...
Hvað er seildýr?
Seildýr (Chordata) eru ein af fylkingum dýraríkisins. Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra sem deila með sér mörgum sameiginlegum einkennum. Það bendir til þess að þessi dýr eigi sér sameiginlegan forföður. Helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfr...
Af hverju koma silfurskottur í hús? Tengist það rakaskemmdum eða leka?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottan telst til kögurskottanna (Thysanura) sem taldar eru einn af elstu og frumstæðustu ættbálkum skordýra. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mælikvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausa...
Hvernig sjá kettir?
Sjón katta er ákaflega vel þróuð. Kettir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir en slík sjón er algeng hjá rándýrum því þau þurfa að meta fjarlægðir og afstöðu hluta í rúmi til dæmis þegar þau eru á veiðum. Rannsóknir á sjón katta bendir til þess að þeir séu frekar nærsýnir þannig að veiðidýr eða hlutur sem er nálægt...
Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?
Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...
Hvers vegna er geispi smitandi?
Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...
Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?
Svarta mamban (Dendroaspis polylepis) er eitraður snákur, sá næst lengsti sem til er. Fullorðin dýr geta orðið rúmlega 4 metra löng. Svartar mömbur geta verið mjög árásargjarnar og enginn snákur fer eins hratt yfir og þær. Þær geta skriðið á allt að 23 kílómetra hraða á klst! Reyndar eru svörtu mömburnar afar kjar...
Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða tvö spendýr verpa eggjum? Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðei...