Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er seildýr?

Jón Már Halldórsson

Seildýr (Chordata) eru ein af fylkingum dýraríkisins. Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra sem deila með sér mörgum sameiginlegum einkennum. Það bendir til þess að þessi dýr eigi sér sameiginlegan forföður. Helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra (Vertebrata) en kemur fyrir á einhverjum stigum í þroskaferli annarra seildýra. Seilin verður að hrygg og hauskúpu hjá hryggdýrum.

Fylkingin greinist í þrjár undirfylkingar. Í þeirri fyrstu eru möttuldýr (Tunicata eða Urochorda). Þetta eru sjávarhryggleysingjar og má nefna tegund eins og sæsveppi.

Önnur undirfylkingin er tálknmunnar (Cephalochordata) sem eru smáar sjávarlífverur sem minna mjög á lirfur vankjálka (Agnatha) sem er fiskaætt. Í þessari undirfylkingu eru aðeins um 25 tegundir.

Þriðji hópurinn eru hryggdýr (Vertebrata). Þessi undirfylking greinist í fiska, eðlur, froskdýr, fugla og spendýr.

Talið er að seildýr hafi komið fram fyrir meira en 600 milljónum ára. Elstu fulltrúar fylkingarinnar voru aðeins með mjúka vefi sem varðveittust illa í jarðlögum og því eiga vísindamenn erfitt með að tímasetja nákvæmlega hvenær fyrstu seildýrin komu fram í jarðsögunni. Steingerðar leifar allra undirfylkinganna hafa fundist í 500 milljón ára gömlu bergi frá Kambríum-tímabilinu. Steingerð hryggdýr eru hins vegar mun algengari í 400 milljón ára gömlum jarðlögum og það túlka vísindamenn sem mikla tegundarútgeislun þessara dýra. Í þeim jarðlögum finnast aðallega ýmsar tegundir fiska sem þróuðust í fyllingu tímans meðal annars í önnur hryggdýr.

Myndirnar sýna tvo ólíka fulltrúa fylkingar seildýra; tálknmunna og afrískan fíl.

Myndin af tálknmunnanum er fengin af vefsetri Steingervingasafns Berkley háskóla

Myndin af fílunum er fengin af vefsetrinu Elehost.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.4.2001

Spyrjandi

Heimir Rafn, f.1982

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er seildýr?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1520.

Jón Már Halldórsson. (2001, 20. apríl). Hvað er seildýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1520

Jón Már Halldórsson. „Hvað er seildýr?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1520>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er seildýr?
Seildýr (Chordata) eru ein af fylkingum dýraríkisins. Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra sem deila með sér mörgum sameiginlegum einkennum. Það bendir til þess að þessi dýr eigi sér sameiginlegan forföður. Helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra (Vertebrata) en kemur fyrir á einhverjum stigum í þroskaferli annarra seildýra. Seilin verður að hrygg og hauskúpu hjá hryggdýrum.

Fylkingin greinist í þrjár undirfylkingar. Í þeirri fyrstu eru möttuldýr (Tunicata eða Urochorda). Þetta eru sjávarhryggleysingjar og má nefna tegund eins og sæsveppi.

Önnur undirfylkingin er tálknmunnar (Cephalochordata) sem eru smáar sjávarlífverur sem minna mjög á lirfur vankjálka (Agnatha) sem er fiskaætt. Í þessari undirfylkingu eru aðeins um 25 tegundir.

Þriðji hópurinn eru hryggdýr (Vertebrata). Þessi undirfylking greinist í fiska, eðlur, froskdýr, fugla og spendýr.

Talið er að seildýr hafi komið fram fyrir meira en 600 milljónum ára. Elstu fulltrúar fylkingarinnar voru aðeins með mjúka vefi sem varðveittust illa í jarðlögum og því eiga vísindamenn erfitt með að tímasetja nákvæmlega hvenær fyrstu seildýrin komu fram í jarðsögunni. Steingerðar leifar allra undirfylkinganna hafa fundist í 500 milljón ára gömlu bergi frá Kambríum-tímabilinu. Steingerð hryggdýr eru hins vegar mun algengari í 400 milljón ára gömlum jarðlögum og það túlka vísindamenn sem mikla tegundarútgeislun þessara dýra. Í þeim jarðlögum finnast aðallega ýmsar tegundir fiska sem þróuðust í fyllingu tímans meðal annars í önnur hryggdýr.

Myndirnar sýna tvo ólíka fulltrúa fylkingar seildýra; tálknmunna og afrískan fíl.

Myndin af tálknmunnanum er fengin af vefsetri Steingervingasafns Berkley háskóla

Myndin af fílunum er fengin af vefsetrinu Elehost.com...