Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1459 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi: Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur? Tveir umsækjendur er...

category-iconHugvísindi

Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?

Reglan er að hvor og annar beygjast ekki saman. Hvor stendur í sama falli og gerandinn, það er sá sem við er átt, og er það oftast nefnifall en annar beygist í föllum. Ef við lítum á dæmið strákarnir börðu hvor annan stendur hvor í sama falli og sá sem vinnur verknaðinn, er gerandinn, í þessu tilviki strákarni...

category-iconHugvísindi

Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?

Elsta dæmi um orðið féþúfa í söfnum Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld og kemur þar fyrir í orðasambandinu að gera féþúfu úr einhverju en algengastu myndirnar eru að gera sér eitthvað að féþúfu ‛hagnast á einhverju (oft með vafasömum hætti)’ og hafa einhvern að féþúfu ‛féfletta e-n’. Það var t...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er kjarnorka?

Í svari Ágústs Valfells við spurningunni Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún? segir meðal annars:[E]f stór frumeind klofnar í tvær meðalstórar (kjarnaklofnun), þá eykst heildartengiorkan. Mismunurinn á þessari tengiorku er sú kjarnorka sem losnar við kjarnahvarf.Nánar má lesa um kjarnorku í eftirfarandi svörum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er það borið fram veils þegar augljóst er að framburður ætti að vera vales?

Upprunaleg spurning Ragnars hljómaði svona: Sæl verið þið. Ég hef velt einu fyrir mér í lengri tíma en ég þori að hugsa um en er reyndar líka hissa á því að ekki skuli vera meira fjallað um þetta. Slíkt tel ég mikilvægi þess vera. En spurningin er: Hvers vegna er Wales skrifað með W á íslensku og hvers vegna er þa...

category-iconHugvísindi

Hvort á að segja „Hvert er gengi krónunnar?“ eða „Hvað er gengi krónunnar?“

Spurnarfornafnið hver hefur í nefnifalli og þolfalli hvorugkyns tvær myndir, hvert og hvað. Almenna reglan er sú að hvert er notað hliðstætt með nafnorði, t.d. hvert blaðanna er best?, en hvað sérstætt, t.d. hvað er að? Í dæminu hvert/hvað er gengi krónunnar? er á reiki hvor myndin er notuð. Í vandaðra máli er þó ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?

Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir?

Eðallofttegundirnar eru sjö talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe), radon (Rn) og frumefni númer 118 (Uuo) en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Eðallofttegundirnar eru í 18. flokki lotuker...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til mörg kyn í náttúrunni?

Stutta svarið við spurninginni er að það er afar breytilegt. Sumar tegundir fjölga sé kynlaust og hjá öðrum tegundum þekkist að kynin séu rúmlegu tuttugu þúsund. Algengast er þó meðal meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö. Lengra svar Þótt margt sé á huldu um fyrstu lífverur á jörðinni, er sennilegast að þær ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?

Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hlæjum við?

Það er erfitt að svara þessari spurningu. Hlátur getur bæði verið sjálfrátt og ósjálfrátt viðbragð. Til dæmis getum við hlegið ef okkur langar til. Sumir stunda meðal annars svonefnt hláturjóga. Það er hins vegar ósjálfráða viðbragðið sem er erfiðara viðfangs. Flestar kenningar um hlátur fjalla um tvennt: Að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hvaða löndum eru engar moskítóflugur?

Þekktar eru um 3.500 tegundir fluga sem í daglegu tali nefnast moskítóflugur en eru tegundir innan ættarinnar Culicidae. Þær eru flokkaðar niður í rúmlega 40 ættkvíslir. Flestar eru ættkvíslirnar í hitabeltinu en tegundir af ættkvíslinni Aedes finnast á tempruðu svæðum jarðar, svo sem í Evrópu. Þess má geta að hei...

Fleiri niðurstöður