Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 295 svör fundust
Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?
Stutta svarið við spurningunni er að geithafurinn í skjaldarmerki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla. Geithafurinn er sóttur til lýsingar á landnámi Grindavíkur, eins og greint er frá því í Landnámabók. Þar kemur fram að Molda-Gnúpur og synir hans hafi byggt Grindavík. Í frá...
Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?
Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...
Hvað verða lóur gamlar?
Hæsti staðfesti aldur heiðlóu (Pluvialis apricaria) er að minnsta kosti 12 ár og 9 mánuðir samkvæmt fóthring sem settur var á lóuunga. Þessi heiðlóa var skotin í Hollandi fyrir nokkrum árum. Vitað að er heiðlóur geta að minnsta kosti orðið tæplega 13 ára gamlar. Heiðlóan er einn kunnasti fugl íslensks mólendis o...
Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?
Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólík...
Hver fann upp tölurnar?
Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...
Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?
Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka let...
Hvers konar rithöfundur var Svava Jakobsdóttir og hver eru helstu höfundareinkenni hennar?
Í byrjun maí 1968 stóðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir kynningu á nýlegum skáldverkum eftir sex íslenska höfunda. Slíkir viðburðir voru ekki nýir af nálinni en að þessu sinni vakti athygli að allir rithöfundarnir voru konur. Ein þeirra kvenna sem stigu á stokk á kynningunni var Svava Jakobsdótti...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Aþenu?
Gríska gyðjan Aþena (Pallas Aþena) var meðal annars gyðja visku, herkænsku og vefnaðar. Hún var dóttir Seifs og Metisar. Fæðingu Aþenu bar að með sérstökum hætti. Seifur át móður hennar og nokkrum dögum síðar fékk hann hausverk. Þegar hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum stökk Aþena út í fullum herklæðum með...
Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?
Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...
Hvað táknar skammstöfunin SMS?
Skammstöfunin SMS stendur fyrir 'Short Message Services' sem gæti útlagst smáskilaboðaþjónusta á íslensku. Með smáskilaboðum má senda 160 stafi eða tákn í GSM síma, annaðhvort frá öðrum síma eða frá tölvu. Það er til dæmis hægt á síðum Vodafone, Símans og Nova. Ef slökkt er á síma sem sent er til eða hann u...
Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?
Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...
Hvað er absúrdismi?
Heitið absúrdismi er dregið af latneska lýsingarorðinu absurdus og skírskotar til þess sem talið er fjarstæðukennt eða fáránlegt, en algengt er að absúrdismi sé kenndur við fáránleika á íslensku. Hugtakið er komið úr umræðum um nútímabókmenntir og heimspeki og lýsir afstöðu mannsins til heimsins eftir að trúarleg ...
Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?
Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...
Hvað stendur á Rósettusteininum?
Á Rósettusteininn er letraður sami texti á þremur mismunandi ritmálum: híeróglýfum (e. hieroglyphic) eða helgrúnum sem notaðar voru fyrir trúarleg efni, alþýðuletri (e. demotic) og loks grísku sem yfirstéttin talaði. Textinn er ritaður af prestum frá Memfis (e. Memphis) í Egyptalandi árið 196 f. Kr. og er Ptólemaí...
Hver fann upp pasta?
Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘. Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talis...