Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?

Kristín Loftsdóttir

Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólíkum heimsálfum og menningarsvæðum og iðkun þeirra mótast af sögulegum aðstæðum og menningu á hverjum stað. Það er því villandi einföldun að líf múslima hljóti alls staðar að vera svipað, bæði í dag og áður fyrr. Nauðsynlegt er að gera sér ljósa grein fyrir fjölbreytninni, bæði í tíma og rúmi.

Þegar fjallað er um boð og bönn í íslam þarf einnig að gera greinarmun á mismunandi heimildum eins og Kóraninum og Sunna sem eru sagnir af fordæmum eða yfirlýsingum Múhameðs, spámanns íslam. Menningarlegar hefðir hafa einnig blandast íslam á hverjum stað eins og áður var sagt. Að auki eru ólíkar skoðanir meðal múslima á því hvernig túlka skuli texta Kóransins og Sunna.

Hvað varðar klæðaburð íslamskra kvenna hefur verið bent á að það kemur hvergi skýrt fram í Kóraninum að konur eigi að bera blæju fyrir andliti, heldur er eingöngu sagt að konur skuli hylja hár, axlir og upphandleggi og gæta almenns siðgæðis í klæðaburði. Þessi boð eru óljós á margan hátt í Kóraninum og sumir telja þau einungis vísa til eiginkvenna Múhameðs. Rétt er í því samhengi að benda á að þær nutu mikilla áhrifa og virðingar. Sumir halda því fram að krafan um að konur hylji allt andlit sitt sé þannig byggð á mjög sérviskulegri túlkun.

Auk þess er ekki sjálfgefið að blæja sé túlkuð á sama hátt alls staðar enda hafa rannsóknir sýnt ólíka þýðingu hennar bæði frá einum stað til annars og frá einum tíma til annars. Í rannsókn meðal kvenna í Kaíró kom fram að þar upplifa margar konur blæjuna sem einskonar „ferða-heimili“ sem leyfir konunni að fara um að vild án þess að eiga á hættu gagnrýni og áreiti karlmanna. Blæjan er einnig oft tengd stéttarmun því að konur í hærri stéttum samfélaga eru frekar með blæju en lægra settar konur.

Auk þess hefur blæjan verið tákn mótspyrnu og þjóðernishyggju, ekki síður en tákn undirgefni. Eftir byltinguna í Íran, þegar keisaranum var steypt af stóli, tóku margar konur upp blæjuna sem andsvar við vestrænni heimsvaldastefnu. Fyrir ungar konur var blæjan táknræn fyrir andstöðu gegn kúgun og undirstrikaði samkennd og sjálfsmynd þessara kvenna. Þessi táknræna merking blæjunnar hefur vafalítið tekið róttækum breytingum þegar Ayatollah Khomeini gerði hana að skyldu og lagði áherslu á vald eiginmanns yfir eiginkonu sinni.

Frekara lesefni

Fyrir þá sem vilja fræðast um íslam má benda á bók Jón Orms Halldórssonar, Íslam: Saga pólitískra trúarbragða, Reykjavík: Heimskringla, 1993. Hún gefur skýrt og greinargott yfirlit um þróun og uppbyggingu íslam.



Afghanistan Online

Höfundur

Kristín Loftsdóttir

prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.11.2001

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Hjördís Haraldsdóttir,
Guðrún Birna Ingimundardóttir

Tilvísun

Kristín Loftsdóttir. „Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1980.

Kristín Loftsdóttir. (2001, 29. nóvember). Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1980

Kristín Loftsdóttir. „Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?
Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólíkum heimsálfum og menningarsvæðum og iðkun þeirra mótast af sögulegum aðstæðum og menningu á hverjum stað. Það er því villandi einföldun að líf múslima hljóti alls staðar að vera svipað, bæði í dag og áður fyrr. Nauðsynlegt er að gera sér ljósa grein fyrir fjölbreytninni, bæði í tíma og rúmi.

Þegar fjallað er um boð og bönn í íslam þarf einnig að gera greinarmun á mismunandi heimildum eins og Kóraninum og Sunna sem eru sagnir af fordæmum eða yfirlýsingum Múhameðs, spámanns íslam. Menningarlegar hefðir hafa einnig blandast íslam á hverjum stað eins og áður var sagt. Að auki eru ólíkar skoðanir meðal múslima á því hvernig túlka skuli texta Kóransins og Sunna.

Hvað varðar klæðaburð íslamskra kvenna hefur verið bent á að það kemur hvergi skýrt fram í Kóraninum að konur eigi að bera blæju fyrir andliti, heldur er eingöngu sagt að konur skuli hylja hár, axlir og upphandleggi og gæta almenns siðgæðis í klæðaburði. Þessi boð eru óljós á margan hátt í Kóraninum og sumir telja þau einungis vísa til eiginkvenna Múhameðs. Rétt er í því samhengi að benda á að þær nutu mikilla áhrifa og virðingar. Sumir halda því fram að krafan um að konur hylji allt andlit sitt sé þannig byggð á mjög sérviskulegri túlkun.

Auk þess er ekki sjálfgefið að blæja sé túlkuð á sama hátt alls staðar enda hafa rannsóknir sýnt ólíka þýðingu hennar bæði frá einum stað til annars og frá einum tíma til annars. Í rannsókn meðal kvenna í Kaíró kom fram að þar upplifa margar konur blæjuna sem einskonar „ferða-heimili“ sem leyfir konunni að fara um að vild án þess að eiga á hættu gagnrýni og áreiti karlmanna. Blæjan er einnig oft tengd stéttarmun því að konur í hærri stéttum samfélaga eru frekar með blæju en lægra settar konur.

Auk þess hefur blæjan verið tákn mótspyrnu og þjóðernishyggju, ekki síður en tákn undirgefni. Eftir byltinguna í Íran, þegar keisaranum var steypt af stóli, tóku margar konur upp blæjuna sem andsvar við vestrænni heimsvaldastefnu. Fyrir ungar konur var blæjan táknræn fyrir andstöðu gegn kúgun og undirstrikaði samkennd og sjálfsmynd þessara kvenna. Þessi táknræna merking blæjunnar hefur vafalítið tekið róttækum breytingum þegar Ayatollah Khomeini gerði hana að skyldu og lagði áherslu á vald eiginmanns yfir eiginkonu sinni.

Frekara lesefni

Fyrir þá sem vilja fræðast um íslam má benda á bók Jón Orms Halldórssonar, Íslam: Saga pólitískra trúarbragða, Reykjavík: Heimskringla, 1993. Hún gefur skýrt og greinargott yfirlit um þróun og uppbyggingu íslam.



Afghanistan Online

...