Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4370 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum?

Á meðal dýra sem hafa jafnheitt blóð (e. endothermic) þekkjast tvær gerðir kirtla sem seyta efnum á yfirborð húðar. Önnur gerðin nefnist svitakirtlar, á ensku eccrine glands. Hin gerðin kallast fráseytnir kirtlar (apocrine glands). Svitakirtlar eru dreifðir um allan líkamann hjá nokkrum tegundum spendýra þar á ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?

Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?

Svitamyndun er aðferð líkamans til að kæla sig. Þess vegna svitnum við meira í heitu veðri en köldu. Einnig svitnum við meira ef við erum undir andlegu eða tilfinningalegu álagi. Aðrar orsakir fyrir svita eru lágur blóðsykur, kryddaður matur, áfengi, ýmis lyf, koffín, líkamleg áreynsla, tíðahvörf hjá konum, krabba...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?

Hugmyndin um geimsjónauka kom fram löngu fyrir upphaf geimaldar. Árið 1923 setti þýski eldflaugaverkfræðingurinn Hermann Oberth (1894–1989), einn af feðrum eldflaugatækninnar ásamt Robert Goddard (1882–1945) og Konstantin Tsiolkovsky (1857–1935), fyrstur manna fram hugmyndir um geimsjónauka í bók sinni Die Rakete ...

category-iconFélagsvísindi

Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?

Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari. Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?

Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn? Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirl...

category-iconMannfræði

Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?

Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli. Í arabísku er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Sundmenn ferðast hraðar undir yfirborði vatns er þeir hreyfa fótleggi sína (eingöngu), líkt og sporður fisks, heldur en þegar þeir synda notandi bæði hendur og fótleggi. Þegar menn synda, þá geta þeir myndað meiri kraft með bæði höndum og fótum. Er mótstaðan eða núningskrafturi...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?

Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu. Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan ...

category-iconÞjóðfræði

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru örmlur?

Örmlur eða hýdrur eru ættkvísl einfaldra dýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Þessi dýr eru smásæ eða aðeins nokkrir millimetrar á lengd og í hópi einföldustu fjölfrumunga sem þekkjast í lífríkinu. Örmlur finnast nær alltaf í tæru ferskvatni, hvort sem er í tjörnum, vötnum eða straumvatni. Þær eru ákafle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er málsgrein?

Málsgrein er oft skilgreind á þann hátt að hún sé sá texti sem er á milli punkta. Í einni málsgrein er annað hvort ein eða fleiri aðalsetning sem eru þá tengdar. Með aðalsetningu er átt við setningu sem ekki er liður í annarri setningu. Dæmi: a) Jón og Gunna giftu sig í gær. b) Ég veit það. c) Ég veit að þau ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?

Aðrir spyrjendur eru nokkrir nemendur 7. bekkjar Lágafellsskóla:Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er grasið grænt?

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...

Fleiri niðurstöður