Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 255 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?
Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans en meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Hann hefur samhliða starfi sínu stundað vísindarannsóknir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknarstörf hans hófust á t...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?
Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhve...
Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað?
Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu, það er að segja á þeim samfélagsgerðum og menningu sem tók að skjóta rótum á Vesturlöndum á 18. öld. Í doktorsritgerð sinni...
Af hverju var Surtsey friðlýst?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Surtsey er mikil náttúruperla. Af hverju er nauðsynlegt að vernda eyna gegn ágangi manns? Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Á þeim tíma byggðist eyjan upp en jafnframt mynduðust þrjár smærri eyjar, Surtla, Syrtlingur o...
Hver var Karl Marx og hverjir höfðu mest áhrif á hugmyndir hans um samfélagið?
Spurningunni um áhrifavalda Karls Marx er kannski best svarað með hliðsjón af lífshlaupi hans. Byltingarleiðtoginn, félagsvísindamaðurinn og sagnfræðingurinn Karl Marx, var fæddur árið 1818 í Trier, sonur virts lögfræðings. Hann var af gyðingaættum og margir af forfeðrum hans, bæði í móður- og föðurætt, voru rab...
Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?
Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...
Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?
Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...
Hvað er síðnýlendustefna?
Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...
Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?
Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...
Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...
Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?
Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðl...
Hversu gamalt er orðið kosningar?
Nafnorðið kosning er af sömu rót og sögnin kjósa og haft um þá athöfn sem í sögninni felst. Fleirtölumynd nafnorðsins, kosningar, hefur fengið þá merkingarlegu sérstöðu að vísa til þeirrar venju í lýðræðisþjóðfélagi að almenningur ákveði með atkvæði sínu hverjir eiga sæti á löggjafarsamkundu þjóðarinnar og í svei...
Hvað var Austurlandahraðlestin?
Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...
Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?
Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf ne...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?
Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...