Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans en meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Hann hefur samhliða starfi sínu stundað vísindarannsóknir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknarstörf hans hófust á tíunda áratug síðustu aldar með samvinnu við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði.

Skoðuð voru efni sem vernda heilann fyrir oxunarskemmdum og var sýnt fram á að þau eru ekki eins virk í ýmsum sjúkdómum sem valda heilabilun og hjá heilbrigðum einstaklingum. Undir aldamót hófst árangursríkt samstarf við Íslenska erfðagreiningu og hafa niðurstöður rannsóknanna fengið mikla athygli alþjóðlega, til dæmis að eina genið sem fundist hefur sem verndar gegn Alzheimers-sjúkdómi fannst við þær rannsóknir.

Meginviðfangsefni Jóns hafa verið Alzheimer-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Þýski læknirinn Aloiz Alzheimer lýsti fyrstu tveimur tilfellunum af Alzheimers-sjúkdómi í grein sem birtist 1907. Myndin er úr þeirri grein og sýnir prótínútfellingar.

Síðustu 15 ár hefur Jón í samvinnu við þróunarfyrirtækið Mentis Cura þróað aðferð til að greina sjúkdóma af þessu tagi með notkun heilarits. Þessar rannsóknir eru enn í gangi og hafa borist út fyrir landsteinana með samvinnu við vísindamenn á Norðurlöndunum. Um þessa samvinnu er tengslanet sem kallast Nordic Network for Dementia Diagnostics og eins og nafnið gefur til kynna er aðaláhersla á greiningaraðferðir.

Næst algengasti taugahrörnunarsjúkdómurinn sem veldur heilabilun er Lewys-sjúkdómur. Jón og samverkamenn hans hafa á allra síðustu árum hafið samstarf við Evrópskt tengslanet (European Dementia of Lewy Body Consortium) í því augnamiði að auka þekkingu á þessum sjúkdómi, upphafi hans, greiningaraðferðum, framvindu og að endingu hvaða inngrip geta komið til greina.

Eina genið sem fundist hefur sem verndar gegn Alzheimers-sjúkdómi fannst við rannsóknir Jóns Snædals og samstarfsmanna hans hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Jón er fæddur árið 1950 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð úr fyrsta árgangi skólans 1970. Hann lauk læknisprófi frá Háskóla Íslands árið 1976, var héraðslæknir á Hellu í tvö ár áður en hann fór í framhaldsnám í öldrunarlækningum í Svíþjóð. Þaðan sneri hann með viðurkenningu í sérgreininni árið 1984 og hefur síðan unnið á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Fyrir hans tilstilli var minnismóttakan sem nú er á Landakoti stofnuð árið 1995. Það er með þátttöku starfsfóks minnismóttökunnar sem þessar vísindarannsóknir hafa orðið að veruleika.

Myndir:

Útgáfudagur

20.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75479.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75479

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75479>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?
Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans en meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Hann hefur samhliða starfi sínu stundað vísindarannsóknir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknarstörf hans hófust á tíunda áratug síðustu aldar með samvinnu við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði.

Skoðuð voru efni sem vernda heilann fyrir oxunarskemmdum og var sýnt fram á að þau eru ekki eins virk í ýmsum sjúkdómum sem valda heilabilun og hjá heilbrigðum einstaklingum. Undir aldamót hófst árangursríkt samstarf við Íslenska erfðagreiningu og hafa niðurstöður rannsóknanna fengið mikla athygli alþjóðlega, til dæmis að eina genið sem fundist hefur sem verndar gegn Alzheimers-sjúkdómi fannst við þær rannsóknir.

Meginviðfangsefni Jóns hafa verið Alzheimer-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Þýski læknirinn Aloiz Alzheimer lýsti fyrstu tveimur tilfellunum af Alzheimers-sjúkdómi í grein sem birtist 1907. Myndin er úr þeirri grein og sýnir prótínútfellingar.

Síðustu 15 ár hefur Jón í samvinnu við þróunarfyrirtækið Mentis Cura þróað aðferð til að greina sjúkdóma af þessu tagi með notkun heilarits. Þessar rannsóknir eru enn í gangi og hafa borist út fyrir landsteinana með samvinnu við vísindamenn á Norðurlöndunum. Um þessa samvinnu er tengslanet sem kallast Nordic Network for Dementia Diagnostics og eins og nafnið gefur til kynna er aðaláhersla á greiningaraðferðir.

Næst algengasti taugahrörnunarsjúkdómurinn sem veldur heilabilun er Lewys-sjúkdómur. Jón og samverkamenn hans hafa á allra síðustu árum hafið samstarf við Evrópskt tengslanet (European Dementia of Lewy Body Consortium) í því augnamiði að auka þekkingu á þessum sjúkdómi, upphafi hans, greiningaraðferðum, framvindu og að endingu hvaða inngrip geta komið til greina.

Eina genið sem fundist hefur sem verndar gegn Alzheimers-sjúkdómi fannst við rannsóknir Jóns Snædals og samstarfsmanna hans hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Jón er fæddur árið 1950 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð úr fyrsta árgangi skólans 1970. Hann lauk læknisprófi frá Háskóla Íslands árið 1976, var héraðslæknir á Hellu í tvö ár áður en hann fór í framhaldsnám í öldrunarlækningum í Svíþjóð. Þaðan sneri hann með viðurkenningu í sérgreininni árið 1984 og hefur síðan unnið á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Fyrir hans tilstilli var minnismóttakan sem nú er á Landakoti stofnuð árið 1995. Það er með þátttöku starfsfóks minnismóttökunnar sem þessar vísindarannsóknir hafa orðið að veruleika.

Myndir:

...