Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 324 svör fundust
Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?
Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...
Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona?
Í stuttu máli er svarið nei. Skoðum augnablik forsendur þess svars: Fyrst þarf að fallast á einhvers konar skilgreiningar á orðunum „snillingur“ og „vísindamaður“. Hvort manneskja telst vísindamaður eða ekki er misjafnt eftir því hver er spurður. Flestir teldu raunvísindamenn svo sem eðlisfræðinga, efnafræðinga...
Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.
Spurningin er svohljóðandi: Af hverju þarf að stækka hjól á fjórhjóladrifsbílum sem notaðir eru á Íslandi? Geta bílar sem breytt hefur verið hvað varðar hjólabúnað, verið hættulegir í notkun? Gefur ESB út reglur varðandi búnað ökutækja? 1. Hjólbarðar eru stækkaðir til að gera þessum bílum fært að komast y...
Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?
Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðann hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu, en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er han...
Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?
Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...
Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?
Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin. Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar...
Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?
Upphaflega var spurningin svona: Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum? Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipun...
Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?
Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ...
Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?
Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik land...
Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?
Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó er...
Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...
Er einhver möguleiki á að olía finnist innan efnahagslögsögu Íslands?
Sagt er að snemma á öldinni hafi breskur jarðfræðingur, sem var að störfum í Austurlöndum nær, lýst því yfir að þar væri engin olía og að „hann skyldi sjálfur drekka hvern þann olíudropa sem þar kæmi úr jörðu." Yfirlýsing hins ógetspaka jarðfræðings var vafalaust í samræmi við þáverandi þekkingu manna, og út frá n...
Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?
Hér er rétt að telja að um tvö tungumál sé að ræða. Háþýska er tungumál ekki mállýska. Lágþýska (þ. Plattdeutsch/Niederdeutsch, e. Low German) er töluð á landssvæðunum í Norður-Þýskaland. Það er nokkuð umdeilt hvort lágþýska er sjálfstætt tungumál en hún hefur verið viðurkennd af Evrópuráðinu sem tungumál (Evrópus...
Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gætu ísbirnir lifað og þrifist á Íslandi? Kjörveiðilendur hvítabjarna (Ursus maritimus) eru ísbreiður þar sem gnótt er af sel. Ef horft er til dreifingar hvítabjarna á norðurslóðum þá fylgir hún ísbreiðunni í Kanada, Síberíu, Grænlandi og svo nyrstu eyjum íshafsins. Þar getur ...