Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 992 svör fundust
Hversu stór eru nýfædd afkvæmi beinhákarla?
Upprunalega spurningin var: Hver er þyngd og lengd afkvæmis beinhákarls? Beinhákarlar (Cetorhinus maximus) eru stærstu fiskar sem finnast hér við land. Fullorðnir beinhákarlar verða mest um 10 m á lengd en sagnir eru um stærri skepnur, allt að 15 metrar að lengd en það eru óstaðfest tilvik. Algengasta stær...
Verða kolkrabbar langlífir?
Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár...
Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?
Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mest...
Hvað er flæðarmús?
Flæðarmús (Aphrodite aculeata) er sjávarhryggleysingi sem tilheyrir hópi burstaorma (polychaeta) og ættinni Aphroditidae. Hún er alsett grábrúnum burstum (chaeta) á baki og á hliðunum vaxa fíngerðir og þéttir blágrænir burstar sem minna á feld. Að þessu leyti er hún ólík öðrum burstaormum og vöxtur hennar minnir l...
Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?
Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veð...
Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?
Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...
Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?
Spurningin í heild var þessi:Sagt er að nýja alþjóðlega geimstöðin verði bjartasti hluturinn á næturhimninum á eftir Tunglinu og stjörnunni Síríus. Verður hægt að sjá geimstöðina frá Íslandi? Bjartur hlutur langt frá jörð er í stórum dráttum ekki síður sýnilegur frá Íslandi en annars staðar á jörðinni. Hæð geimst...
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...
Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?
Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona: v2 = 254 * μ * d Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags...
Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?
Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls. Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bil...
Hvað eru margir nanómetrar í einum metra?
Eins og fram kemur í svari okkar við spurningunni Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni? þá er einn milljarður nanómetra í einum metra. Í þessu sama svari er tafla sem sýnir hvað forskeyti metrakerfisins merkja. Í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Hvað er nanótækni? kemu...
Hvað er hagamúsin löng?
Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...
Hver er minnsti froskur í heimi?
Froskategundin Brachycephalus didactylus (e. gold frog) sem á íslensku gæti kallast brasilískur gullfroskur, er gjarnan talin minnst allra froskategunda. Þessi tegund lifir í þéttum regnskógum Amasonsvæðisins, aðallega innan landamæra Brasilíu. Fullorðnir froskar verða mest um 9,8 mm á lengd og er þá átt við hryg...
Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?
Faðmur er ein þeirra lengdareininga sem taka mið af mannslíkamanum. Sama má segja um fet, þumlung og tommu. Það er augljós galli við þessar lengdareiningar að mennirnir eru ekki jafn stórir. Fet hjá lágvöxnum manni er ekki það sama og hjá þeim sem stærri eru. Þetta var ein ástæða þess að metrakerfið var innleitt. ...
Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...