Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1583 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða plöntur étur sauðfé helst og hvaða tegundir forðast það?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað ræður fæðuvali sauðfjár? kemur fram að lömb læra fyrst og fremst af mæðrum sínum hvaða plöntutegundir eru fýsilegar til átu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fæðuval sauðfjár er mjög breytilegt, bæði í tíma og rúmi og á milli einstaklinga. Gerð hefur verið rannsókn á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?

Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er alltaf hægt að leysa Rubik-kubb, sama hversu mikið búið er að rugla honum?

Rubik-kubbur er vinsælt leikfang sem ungverski uppfinningamaðurinn og arkitektinn Ernő Rubik bjó til árið 1974. Sígilda útgáfan af Rubik-kubbi samanstendur af 26 litlum teningum sem hafa mismunandi litaðar hliðar. Hægt er að snúa hverri hlið kubbsins og breyta þannig uppröðun litlu teninganna. Markmiðið með l...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig á að vitna í svör í Vísindavefnum, það er að segja í heimildalista? Hvers vegna eru svörin ekki dagsett?

Dagsetningar svara á Vísindavefnum áttu það til að vefjast fyrir fólki enda sáust þær lengi vel ekki í svörunum sjálfum. Nú er hins vegar búið að bæta úr því. Birtingardagur svars er alltaf sýnilegur hægra megin í reit sem greinir einnig frá spyrjanda og efnisorðum. Einnig er hægt að nálgast tilbúna tilvísun h...

category-iconHeimspeki

Hvenær er núna?

Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...

category-iconVísindavefur

Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?

Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?

Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að vera staddur fyrir austan sól og sunnan mána? Er hægt að segja eitthvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar er dagur eða nótt, vetur eða sumar?

Svarið er já; það er hægt að gefa þessum orðum merkingu á skynsamlegan hátt á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski má bæði hafa af því nokkurt gagn og gaman! Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sólin er á hverjum tíma beint yfir einhverjum tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan stað má draga "línu" í norð...

category-iconFélagsvísindi

Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?

Bæði uppstigningardag og sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag að vori og því er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort þeir geti fallið á sama daginn. Uppstigningardagur er fimmtudagur fjörtíu dögum eftir páska. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? er ...

category-iconHeimspeki

Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að eitthvað geti talist vísindalega sannað?

Sé þessi spurning tekin alveg bókstaflega er svarið við henni afar einfalt: Það eru engin skilyrði fyrir því að eitthvað geti talist „vísindalega sannað“ vegna þess að strangt til tekið er ekki hægt að sanna neinar kenningar vísindalega – að minnsta kosti ekki innan þeirra fræðigreina sem venjulega eru kölluð vísi...

category-iconStærðfræði

Af hverju ganga 6 alltaf upp í útkomunni, ef maður margfaldar saman þrjár samliggjandi heilar tölur?

Samliggjandi heilar tölur eru tölur sem koma hver á eftir annarri eins og 5, 6, 7, 8 eða 359, 360. Ef tölurnar eru þrjár er að minnsta kosti ein þeirra slétt, það er að segja að talan 2 gengur upp í henni, og 2 ganga þá einnig upp í margfeldinu. Ef við hugsum okkur talnaröðina og merkjum við allar tölur sem 3 ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?

Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim?

Í prósentureikningi er oft sagt að einhver tala sé tilteknum prósentum meiri eða minni en önnur tala. Þá er venjan sú að reikna prósentuna alltaf af þeirri tölu sem ,,en” stendur fyrir framan. Dæmi: Hvað er 10% meira en 1000 krónur? Svar: 1100 krónur. Hvað er 10% minna en 1000 krónur? Svar: 900 krónur. Ef þeirri r...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?

Spurningin vísar trúlega í flugáætlanir flugfélaga en þar er algengt að gert sé ráð fyrir lengri flugtíma aðra leiðina en hina. Það stafar af því að vindi á flugleiðinni er misskipt þannig að hann er oftar í aðra áttina. Hér á Norður-Atlantshafinu eru suðvestlægir vindar ríkjandi, ekki síst í háloftunum þar sem þe...

Fleiri niðurstöður