Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju ganga 6 alltaf upp í útkomunni, ef maður margfaldar saman þrjár samliggjandi heilar tölur?

ÞV

Samliggjandi heilar tölur eru tölur sem koma hver á eftir annarri eins og 5, 6, 7, 8 eða 359, 360. Ef tölurnar eru þrjár er að minnsta kosti ein þeirra slétt, það er að segja að talan 2 gengur upp í henni, og 2 ganga þá einnig upp í margfeldinu.

Ef við hugsum okkur talnaröðina og merkjum við allar tölur sem 3 ganga upp í, þá verða alltaf tvær aðrar tölur á milli. Í röð með þremur samliggjandi tölum er því ein (og aðeins ein) af tölunum deilanleg með 3. Talan 3 gengur því einnig upp í margfeldi þessara þriggja talna.

Tölurnar 2 og 3 hafa engan sameiginlegan þátt (og eru raunar frumtölur). Ef þær ganga báðar upp í sömu tölu gildir það þess vegna líka um margfeldi þeirra, töluna 6. Hér á undan var sýnt að báðar tölurnar ganga upp í margfeldi þriggja samliggjandi talna, og því gerir talan 6 það líka.


[Ef sá sem sendi inn spurninguna sér þetta svar mætti hann eða hún gjarnan láta okkur vita af sér, því að við misstum nafnið út í vinnslunni].

Höfundur

Útgáfudagur

8.9.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

ÞV. „Af hverju ganga 6 alltaf upp í útkomunni, ef maður margfaldar saman þrjár samliggjandi heilar tölur?“ Vísindavefurinn, 8. september 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4502.

ÞV. (2004, 8. september). Af hverju ganga 6 alltaf upp í útkomunni, ef maður margfaldar saman þrjár samliggjandi heilar tölur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4502

ÞV. „Af hverju ganga 6 alltaf upp í útkomunni, ef maður margfaldar saman þrjár samliggjandi heilar tölur?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4502>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju ganga 6 alltaf upp í útkomunni, ef maður margfaldar saman þrjár samliggjandi heilar tölur?
Samliggjandi heilar tölur eru tölur sem koma hver á eftir annarri eins og 5, 6, 7, 8 eða 359, 360. Ef tölurnar eru þrjár er að minnsta kosti ein þeirra slétt, það er að segja að talan 2 gengur upp í henni, og 2 ganga þá einnig upp í margfeldinu.

Ef við hugsum okkur talnaröðina og merkjum við allar tölur sem 3 ganga upp í, þá verða alltaf tvær aðrar tölur á milli. Í röð með þremur samliggjandi tölum er því ein (og aðeins ein) af tölunum deilanleg með 3. Talan 3 gengur því einnig upp í margfeldi þessara þriggja talna.

Tölurnar 2 og 3 hafa engan sameiginlegan þátt (og eru raunar frumtölur). Ef þær ganga báðar upp í sömu tölu gildir það þess vegna líka um margfeldi þeirra, töluna 6. Hér á undan var sýnt að báðar tölurnar ganga upp í margfeldi þriggja samliggjandi talna, og því gerir talan 6 það líka.


[Ef sá sem sendi inn spurninguna sér þetta svar mætti hann eða hún gjarnan láta okkur vita af sér, því að við misstum nafnið út í vinnslunni]....