Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1573 svör fundust
Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?
Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar. Suðurskautslandið með hafís umhverfis. Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða ...
Hvað er á milli himins og jarðar?
Svarið við þessari sígildu gátu er auðvitað „og“. Sver hún sig þar í ætt við svipaðar gátur sem hafa skemmt fólki í gegnum árin. En eins og svo margar gátur sem eitthvað er spunnið í þá býður hún einnig upp á áhugaverðar heimspekilegar vangaveltur. Raunar má segja að heimspeki sé ekkert annað en leit að svörum við...
Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?
Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...
Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?
Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...
Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum?
Fyllri útgáfa spurningarinnar, nær frumgerðinni, er sem hér segir:Þegar Fíleas Fogg var að fara "umhverfis jörðina á 80 dögum" í skáldsögu Jules Verne, uppgötvaði hann í lokin að hann hefði grætt einn dag. Væruð þið til í að útskýra það betur?Hugsum okkur að maður fari í ferðalag til austurs og færist á hverjum 23...
Verður jörðin einhver tímann útdauð?
Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...
Hver var Arthur Holmes og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Arthur Holmes (1890-1965) er þekktastur fyrir fernt: (1) þátt sinn í að tímakvarða jarðsöguna, (2) bókina The Age of the Earth 1913, (3) að skýra fyrstur (um 1930) orsakir landreks og (4) afbragðskennslubók sína Principles of Physical Geology 1944. Um aldamótin 1900 voru þær hugmyndir helstar um aldur jarðar, a...
Hvaða afmælisdag Jarðar var Ævar vísindamaður að tala um í þættinum sínum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvenær varð Jörðin til og hvaða afmæli Jarðarinnar var þetta sem Ævar vísindamaður talaði um í þættinum sínum? Jörðin varð til fyrir um það bil 4.500 milljónum ára en það er ekki hægt að tilgreina aldur hennar mikið nákvæmar en það. Jörðin á því engan afmælisdag, ekki fre...
Af hverju er Satúrnus með hringi?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...
Hvað getið þið sagt mér um endur?
Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu ú...
Af hverju heitir bakkelsið ástarpungar?
Heitið ástarpungur um kúlulaga, djúpsteikt kaffibrauð þekkist að minnsta kosti frá fjórða áratug 20. aldar. Sennilega er það lögun kökunnar sem kallað hefur á nafnið en óneitanlega minnir hún á þennan hluta af kynfærum karla. Elsta dæmi á timarit.is er úr sögu í dagblaðinu Vísi frá 1934: ofan á allar góðgerðir...
Hver er munur á mjólkurfernu og mjólkurhyrnu?
Orðið hyrna er skylt orðinu horn og hefur verið notað í margs konar merkingu, meðal annars um hvassa fjallstinda eins og ýmis örnefni bera vitni um (Skarðshyrna og Lýsuhyrna) og um klúta eða sjöl, einkum þau sem eru þríhyrnd (samanber samsetta orðið þríhyrna) eða brotin í horn. Þegar fyrst var farið að selja mj...
Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?
Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...
Hvernig myndast stuðlaberg?
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...
Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?
Rafmagnsgítar er gítargerð þar sem tónninn er magnaður upp með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Ólíkt venjulegum gítörum þjónar því kassi rafmagngítars ekki þeim tilgangi að magna upp hljóð og því getur lögun hans verið með ýmsu móti. Rafmagnsgítar náði fyr...