Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 148 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Finnast steingerðir ammonítar hér við land?

Ammonítar eða ammonshorn er undirflokkur sælindýra af flokki kolkrabba. Þeir eru með klefaskipta, oft kuðungslaga, ytri skel. Ammonítar voru sunddýr og flestar tegundirnar með mikla landfræðilega útbreiðslu. Ammonítar þróuðust hratt og mikið var um nýmyndun og útdauða tegunda, einkum á miðlífsöld. Þeir eru því víð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um iðustrauma?

Þegar vökvi streymir fer það eftir eiginleikum hans (til dæmis seigju) og hraða streymisins hvernig efnið hegðar sér: lagstreymi heitir það þegar efnið streymir hægt og án ólgu, en iðustreymi þegar hraðinn fer yfir ákveðin mörk og hvirflar myndast. Þetta er sýnt á myndinn hér til hægri og lýsir hinni eðlisfræðileg...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall?

Fagradalsfjallskerfið er fyrst nefnt hjá Mary Gee.[1] Hún dregur fram öll helstu einkenni þess, en það er um flest ólíkt öðrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Kerfið er um fimm kílómetra breitt á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Lengdin er um 15 kílómetrar milli Keilis í norðaustri og Húsafjalls í suðve...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?

Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Trölla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Esjan?

Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón áru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?

Alparnir eru fellingafjöll en myndun slíkra fjalla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? Alparnir eru fellingafjöll sem mynduðust við að að Afríkuflekann rak til norðurs og þrýsti á Evrasíuflekann. Hugmyndir manna um myndun fellingafjalla hafa tekið nokkrum br...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast öskjur?

Öskjur eru stórir hringlaga sigkatlar sem útlendingar nefna „kaldera“ eftir heiti sigketils á eynni Palma, einni Kanaríeyja: La Caldera de Tuburiente. Orðið „caldron“ merkir raunar stór hitapottur, (latína: caldarium = áhald til hitunar; caldus = heitur). Öskjur myndast við það að þakið yfir kvikuþró brestur o...

category-iconJarðvísindi

Hvernig rannsaka vísindamenn innviði eldfjalla með landmælingum?

Ein þeirra jarðfræðilegu aðferða sem beita má við rannsóknir á innviðum eldfjalla eru nákvæmar endurteknar landmælingar.[1] Ef bergkvika streymir inn í grunnstætt kvikuhólf undir eldfjalli, eða út úr því, eykst eða minnkar þrýstingur í hólfinu. Slík þrýstingsbreyting veldur færslu jarðskorpunnar kringum kvikuhólfi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?

Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er San Andreas sprungan?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endi...

category-iconEfnafræði

Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?

Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum k...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru vúlkönsk eldgos?

Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?

Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld. Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð fjallið Keilir til?

Líklegast telja flestir Esjuna vera borgarfjall Reykjavíkur, enda gnæfir hún tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið í norðri. Til suðurs er þó annað fjall, eða öllu heldur fell, sem margir höfuðborgarbúar sjá daglega og mörgum þykir vænt um. Er það hinn formfagri Keilir sem stendur stakur, mitt á eldbrunnum Reykjanessk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?

Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...

Fleiri niðurstöður