Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?

Sigurður Steinþórsson

Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum koltvíildi (CO2, einnig nefnt koltvísýringur) og brennisteinsvetni, að hluta til uppleystar í jarðhitavatni, sem síðan blandast í bræðsluvatn. Gufurnar losna úr vatninu þegar það kemur undan jöklinum með ánum.

Lyktarskyn manna er gríðarlega næmt fyrir jöklafýlu í litlum styrk (e. concentration), en með vaxandi magni brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu hættir nefið að greina lyktina jafnframt því sem loftið verður baneitrað. Dæmi um það eru Skaftárhlaupin, sem eiga upptök í svonefndum Skaftárkötlum vestarlega í Vatnajökli þar sem öflugt jarðhitasvæði undir jöklinum bræðir ísinn. Hlaupin hafa orðið með 1-2 ára millibili frá árinu 1955 við það að katlarnir tæmast til skiptist, og við útrásina undan jöklinum er útgufun brennisteinsvetnis svo sterk að stórhætta stafar af.

Hlaupum í Skaftá fylgir mikil brennisteinsútgufun.

Á undan Öskjugosinu 1961 magnaðist mjög jarðhitavirkni í Öskjuopi (þar sem gosið síðan varð), og Guðmundi heitnum Sigvaldasyni jarðefnafræðingi kom í hug að þetta mætti nýta til að spá fyrir um eldvirkni undir jöklum. Í framhaldi af því efnagreindi hann um áraraðir reglubundið sýni úr ám þeim sem falla undan Mýrdals- og Eyjafjallajöklum með það í huga, að vaxandi jarðhitavirkni undir jökli kæmi fram í auknum styrk uppleystra efna í vatninu. Þessu hefur síðan verið haldið áfram, í seinni tíð með sjálfvirkum tækjum.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

31.10.2012

Síðast uppfært

7.9.2022

Spyrjandi

Andri Snær Ólafsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?“ Vísindavefurinn, 31. október 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60131.

Sigurður Steinþórsson. (2012, 31. október). Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60131

Sigurður Steinþórsson. „Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60131>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?
Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum koltvíildi (CO2, einnig nefnt koltvísýringur) og brennisteinsvetni, að hluta til uppleystar í jarðhitavatni, sem síðan blandast í bræðsluvatn. Gufurnar losna úr vatninu þegar það kemur undan jöklinum með ánum.

Lyktarskyn manna er gríðarlega næmt fyrir jöklafýlu í litlum styrk (e. concentration), en með vaxandi magni brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu hættir nefið að greina lyktina jafnframt því sem loftið verður baneitrað. Dæmi um það eru Skaftárhlaupin, sem eiga upptök í svonefndum Skaftárkötlum vestarlega í Vatnajökli þar sem öflugt jarðhitasvæði undir jöklinum bræðir ísinn. Hlaupin hafa orðið með 1-2 ára millibili frá árinu 1955 við það að katlarnir tæmast til skiptist, og við útrásina undan jöklinum er útgufun brennisteinsvetnis svo sterk að stórhætta stafar af.

Hlaupum í Skaftá fylgir mikil brennisteinsútgufun.

Á undan Öskjugosinu 1961 magnaðist mjög jarðhitavirkni í Öskjuopi (þar sem gosið síðan varð), og Guðmundi heitnum Sigvaldasyni jarðefnafræðingi kom í hug að þetta mætti nýta til að spá fyrir um eldvirkni undir jöklum. Í framhaldi af því efnagreindi hann um áraraðir reglubundið sýni úr ám þeim sem falla undan Mýrdals- og Eyjafjallajöklum með það í huga, að vaxandi jarðhitavirkni undir jökli kæmi fram í auknum styrk uppleystra efna í vatninu. Þessu hefur síðan verið haldið áfram, í seinni tíð með sjálfvirkum tækjum.

Mynd:...