Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7864 svör fundust
Hvenær var þverflautan fundin upp?
Þverflauta er tréblásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Fyrsta þverflautan sem fundist hafa heimildir um er kínversk chi-flauta, sem talið er að menn hafi leikið á snemma á 9. öld f.Kr., fyrir næstum því 3000 árum. Hindúaguðinn Krishna er gjarnan sýndur með þv...
Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?
Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá ...
Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?
Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda. Beðmi e...
Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...
Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?
Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í...
Vísindavefurinn svarar spurningum um árið 1944
Í ár eru liðin 75 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. Af því tilefni mun Vísindavefurinn leggja sérstaka áherslu á að svara spurningum sem tengjast hugtökunum lýðveldi og lýðræði en einnig spurningum um allt það sem lesendur og spyrjendur Vísindavefsins hafa áhuga á að vita um árið 1944, og tengist listu...
Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?
ÚF-stuðull eða UV-stuðull er alþjóðlegur mælikvarði á styrk útfjólublárrar geislunar frá sólinni á tilteknum stað á tilteknum degi. Skammstöfunin ÚF stendur fyrir útfjólublátt en enska hugtakið er 'ultra violet', skammstafað UV. Á íslensku eru báðar þessar skammstafanir notaðar og ÚF-stuðull og UV-stuðull er því þ...
Hvernig get ég reiknað út flatarmál sex- og átthyrninga?
Aðferðin sem notuð er til að reikna út flatarmál tiltekins sex- eða átthyrnings veltur á eiginleikum hans. Til dæmis er mun einfaldara að finna flatarmál reglulegra sex- og átthyrninga en óreglulegra. Líkt og lesa má um í svari Einars Bjarka Gunnarssonar við spurningunni Hvað er reglulegur hyrningur? þá er marghy...
Ef við byggjum í fjórvíðum heimi hvað þyrftum við þá mörg augu til að sjá í fjórvídd?
Svarið er að tvö augu nægja fjórvíðu rúmi og raunar rúmi af hvaða vídd sem er til að skynja allar víddir rúmsins í einu. Fyrst er gott að einfalda dæmið eins mikið og komast má upp með, það er að segja að skoða auga í tvívíðu rúmi. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig auga býr til mynd út frá stefnu hluta. S...
Af hverju verður rauðvín blátt þegar það blandast vatni?
Rauðvín hafa mismunandi blæ en einkennast öll af djúprauðum lit. Eins og vínáhugamenn vita kemur litur rauðvínsins úr hýði dökkra vínberja á meðan hvítvín eru unnin úr ljósum eða grænum vínberjum þar sem hýðið er að öllu jöfnu skilið frá. Það eru fjölmörg mismunandi litarefni í hýði berjanna, aðallega fenólefn...
Hvernig myndast djúprennur?
Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...
Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?
Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættunum (lat. Familia) Suidae og Tayassuidae. Innan þessara tveggja ætta eru 20 tegundir. Svín eru meðalstór klaufdýr (Artiodactyla). Þau eru hausstór, hafa stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau...
Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...
Hver fann upp píanó?
Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...
Hver fann upp bikiní?
Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum...