Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?

Jón Már Halldórsson

Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættunum (lat. Familia) Suidae og Tayassuidae. Innan þessara tveggja ætta eru 20 tegundir. Svín eru meðalstór klaufdýr (Artiodactyla). Þau eru hausstór, hafa stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau fyrst og fremst við það við fæðuöflun.

Dvergsvínið (Porcula salvania) er smávaxnasta svínategundin.

Svín teljast til smárra og meðalstórra spendýra. Smávaxnasta tegund svína er dvergsvínið (Porcula salvania). Það vegur aðeins um 6-9 kg að jafnaði og mælist aðeins um 60 cm á lengd. Stórvaxnasta tegundin er yfirleitt talin vera risaskógarsvínið (Hylochoerus meinertzhageni). Heimkynni þess eru í Afríku. Stærstu geltir risaskógarsvína geta orðið allt að 275 kg og eru því yfirleitt litlu stærri en geltir evrasíska villisvínsins (Sus scrofa). Þó er vitað að einstaka geltir evrasíska villisvínsins, sérstaklega í austurhluta Rússlands, geta náð rúmlega 300 kg þyngd.

Risaskógarsvín (Hylochoerus meinertzhageni) eru yfirleitt talin vera stórvaxnasta svínategundin.

Alisvínið (Sus scrofa domesticus) er ein af þeim tegundum spendýra sem telur flesta einstaklinga í dag. Að jafnaði eru um einn milljarður alisvína á lífi á hverjum tíma. Að öllum líkindum hafa aðeins nokkrar tegundir spendýra á jörðinni stærri stofna, svo sem maðurinn, brúnrottur og nautgripir. Alisvín eru ræktuð frá evrasíska villisvíninu. Menn fóru líklega að rækta svín eftir að síðasta jökulskeiði lauk eða um 13.000 f.Kr. Af fornleifum að dæma voru svín fyrst ræktuð á svæðum þar sem nú er Írak.

Menn fóru líklega að rækta svín um 13.000 f.Kr. Þessi hellamynd af svíni er talin vera elsta mynd af evrasíska villisvíninu (Sus scrofa). Hún fannst í Altamira-hellinum á Spáni og er frá fornsteinöld.

Svín eru alætur og teljast til þeirra tegunda spendýra sem ganga hvað lengst í aláti. Fáir, ef nokkrir, hópar spendýra hafa eins fjölbreytta fæðuhætti, að prímötum meðtöldum. Evrópsk villisvín verja mestum hluta dagsins hnusandi ofan í jarðveginn, rótandi í skógarbotninum eftir sveppum, rótum og öðru ætilegu. Safaríkir nýgræðingar á vorin eru einnig í uppáhaldi hjá þeim auk ávaxta. Úr dýraríkinu éta þau ýmsa hryggleysingja, skriðdýr, nagdýr, egg, jafnvel fuglsunga ef þeir rekast á hreiður auk þess sem þau rífa oft í sig dýrahræ. Yfirleitt eru fullorðin karldýr einfarar en kvendýr, grísir og hálfstálpuð karldýr, halda sig í hópum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.1.2016

Spyrjandi

Davíð Birgisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2016, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10643.

Jón Már Halldórsson. (2016, 21. janúar). Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10643

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2016. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10643>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?
Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættunum (lat. Familia) Suidae og Tayassuidae. Innan þessara tveggja ætta eru 20 tegundir. Svín eru meðalstór klaufdýr (Artiodactyla). Þau eru hausstór, hafa stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau fyrst og fremst við það við fæðuöflun.

Dvergsvínið (Porcula salvania) er smávaxnasta svínategundin.

Svín teljast til smárra og meðalstórra spendýra. Smávaxnasta tegund svína er dvergsvínið (Porcula salvania). Það vegur aðeins um 6-9 kg að jafnaði og mælist aðeins um 60 cm á lengd. Stórvaxnasta tegundin er yfirleitt talin vera risaskógarsvínið (Hylochoerus meinertzhageni). Heimkynni þess eru í Afríku. Stærstu geltir risaskógarsvína geta orðið allt að 275 kg og eru því yfirleitt litlu stærri en geltir evrasíska villisvínsins (Sus scrofa). Þó er vitað að einstaka geltir evrasíska villisvínsins, sérstaklega í austurhluta Rússlands, geta náð rúmlega 300 kg þyngd.

Risaskógarsvín (Hylochoerus meinertzhageni) eru yfirleitt talin vera stórvaxnasta svínategundin.

Alisvínið (Sus scrofa domesticus) er ein af þeim tegundum spendýra sem telur flesta einstaklinga í dag. Að jafnaði eru um einn milljarður alisvína á lífi á hverjum tíma. Að öllum líkindum hafa aðeins nokkrar tegundir spendýra á jörðinni stærri stofna, svo sem maðurinn, brúnrottur og nautgripir. Alisvín eru ræktuð frá evrasíska villisvíninu. Menn fóru líklega að rækta svín eftir að síðasta jökulskeiði lauk eða um 13.000 f.Kr. Af fornleifum að dæma voru svín fyrst ræktuð á svæðum þar sem nú er Írak.

Menn fóru líklega að rækta svín um 13.000 f.Kr. Þessi hellamynd af svíni er talin vera elsta mynd af evrasíska villisvíninu (Sus scrofa). Hún fannst í Altamira-hellinum á Spáni og er frá fornsteinöld.

Svín eru alætur og teljast til þeirra tegunda spendýra sem ganga hvað lengst í aláti. Fáir, ef nokkrir, hópar spendýra hafa eins fjölbreytta fæðuhætti, að prímötum meðtöldum. Evrópsk villisvín verja mestum hluta dagsins hnusandi ofan í jarðveginn, rótandi í skógarbotninum eftir sveppum, rótum og öðru ætilegu. Safaríkir nýgræðingar á vorin eru einnig í uppáhaldi hjá þeim auk ávaxta. Úr dýraríkinu éta þau ýmsa hryggleysingja, skriðdýr, nagdýr, egg, jafnvel fuglsunga ef þeir rekast á hreiður auk þess sem þau rífa oft í sig dýrahræ. Yfirleitt eru fullorðin karldýr einfarar en kvendýr, grísir og hálfstálpuð karldýr, halda sig í hópum.

Myndir:

...