Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 360 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvaða hvalategund gleypti Jónas?

Það er í raun ekki hægt að ákvarða nákvæmlega hvers lags skepna gleypti Jónas. Í hebreska textanum er einfaldlega talað um „stóran fisk“, dag gadol, en dag hefur almenna skírskotun til hvers konar fisks sem vera kann. Þar með er auðvitað ekki útilokað að höfundurinn hafi haft hval í huga enda ekki ólíklegt að menn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur upphrópunin „Hæ” verið heil setning?

Upprunalega hljómaði spurningin svona: Getur orðið „Hæ” verið heil setning (Úr orðflokknum upphrópun)? Hæ er upphrópun sem ein og sér er ekki heil setning. Í ritinu Handbók um málfræði skilgreinir Höskuldur Þráinsson setningu á þessa leið (1995:136): Setning er orðasamband sem inniheldur eina aðalsögn, og o...

category-iconLögfræði

Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning? Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni. Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingu...

category-iconHugvísindi

Af hverju var bannað að borða hrossakjöt hér áður fyrr?

Um aldir var það almennt viðhorf í íslensku samfélagi að algjört bann væri við því að leggja sér hrossakjöt til munns. Þetta bann var tengt túlkun á Biblíunni, sem fól í sér að einungis mætti borða kjöt af klaufdýrum. Bannið við hrossakjötsáti var fornt en neysla þess var meðal annars notuð til að greina á milli h...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?

Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...

category-iconSálfræði

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru ormagöng?

Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?

Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur. Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er margmiðlun?

Margmiðlun er í raun sú aðferð að nota tvo eða fleiri miðla saman til að koma efni á framfæri. Þessir miðlar geta verið hljóð, myndir, kvikmyndir, texti, tónlist, gröf eða annað slíkt. Oftast þegar rætt er um margmiðlun er átt við margmiðlun í tölvum. Hún felur í sér getu tölva til að samþætta ofangreinda miðla í ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er gjafsókn og hvenær á hún við?

Samkvæmt skýringum í greinargerð, sem fylgdi með frumvarpi sem síðar varð að lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála (héreftir nefnd EML) er gjafsókn samheiti fyrir „aðstoð sem aðili getur leitað til að sækja hagsmuni sína eða verja þá í dómsmáli“. Um gjafsókn og gjafvörn er fjallað í XX. kafla EML og þar, eins ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?

Serótónín (e. serotonin), einnig nefnt 5-HT, er eitt af mörgum taugaboðefnum sem heilinn notar til boðskipta. Það tilheyrir svokölluðum mónóamínum (e. monoamines) ásamt adrenalíni (e. epinephrine), noradrenalíni (e. norepinephrine) og dópamíni (e. dopamine). Mónóamínin hafa öll svipaða efnafræðilega uppbyggingu. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu gamlir geta froskar orðið?

Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að bera í bætifláka?

Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?

Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...

category-iconHugvísindi

Hvað er expressjónismi?

Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna and...

Fleiri niðurstöður