Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 491 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?

Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...

category-iconNæringarfræði

Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?

Næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum), vítamínum og steinefnum. Styrkur efnanna er mældur með efnagreiningu á rannsóknarstofu, þar sem tiltekin fjöldi af sýnum er greindur með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Matvæli eru sögð næringarsnauð ef ...

category-iconLögfræði

Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?

Um kjörgengi forseta á Íslandi segir í 4. grein stjórnarskrárinnar:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Af þessu má draga þá ályktun að aðild að þjóðkirkjunni sé ekki skilyrði fyrir þann sem sækist eftir þessu æ...

category-iconLandafræði

Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?

Reistará er nafn á á og bæ í Eyjafirði og kemur fram í Landnámabók (Íslenzk fornrit I:255-256). Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1713 er nafnið Ristará (X:118) en í sóknarlýsingu frá um 1840 er nafnið Reistará (Eyfirzk fræði II:110) og svo hefur verið í jarðabókum síðan. Merking árnafnsins er ef ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?

Í íslenskri þjóðtrú kemur fram að máli gat skipt á hvaða vikudegi barn fæddist. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. bindi, 558) stendur:Sagt er að sá sem fæddur er á sunnudegi sé fæddur til sigurs, á mánudag til mæðu, á þriðjudag til þrifa (þrautar), á miðvikudag til moldar, á fimmtudag til frama, á föstudag til fjár,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?

Í fornu máli merkir orðið hörund ‘hold’ og er skýrt í orðabók Johans Fritzners, Ordbog over det gamle norske sprog, á þann hátt að átt sé við holdið, eða kjötið, sem liggur milli skinns og beina í mannslíkamanum (1891 II:192). Í nútímamáli merkir hörund ‘skinn, húð’, rétt eins og orðið skinn er notað um ‘húð, feld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?

Uppleyst efni í mýravatni eru einkum af þrennum toga:lífræn kolefnasambönd úr rotnandi gróðurleifum, uppleyst efni úr berggrunni, öskulögum og áfoki (til dæmis járn, magnesín, kalsín, kísill), og loks efni úr andrúmslofti og regni (súrefni, koltvísýringur, nitur). Undir yfirborði mýrarinnar er vatnið súrefnissn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur?

Orðasambandið að brynna músum merkir ‘að gráta, fella tár’ og þekkist frá síðari hluta 18. aldar. Sama er að segja um sambandið vatna músum í sömu merkingu sem nefnt er í orðabók Björns Halldórssonar (1814: 93). Báðar sagnirnar brynna og vatna eru notaðar um að gefa einhverjum að drekka. Orðasambandið að bryn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Hver eru einkenni hennar?

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Áður fyrr greindu læknar oft sykursýki með því að bragða á þvagi sjúklinga. Sætt bragð var sterk vísbending um sykur í þvagi og lýsir það í raun vel því sem er að gerast í líkamanum; blóðsykur hækkar. Raunverulegur vettvangur sykursýki er ekki innan fr...

category-iconNæringarfræði

Hvers konar krydd er vanilla og hverjir uppgötvuðu hana?

Svana spurði sérstaklega um þetta: Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er? Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Blóm ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...

category-iconHagfræði

Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?

Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur? Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir? Þegar fyrra svarið ...

category-iconHugvísindi

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?

Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan dregur Úlfarsfell nafn sitt?

Úlfarsfell í Mosfellssveit kemur hvorki fyrir í Landnámabók né fornsögum eða annálum, en Úlfarsá er nefnd í Landnámabók. Úlfarsfell er nefnt í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 (Íslenskt fornbréfasafn II, 220), og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 (III, 310). Nafnið er vafalítið dregið af mannsna...

Fleiri niðurstöður