Sagt er að sá sem fæddur er á sunnudegi sé fæddur til sigurs, á mánudag til mæðu, á þriðjudag til þrifa (þrautar), á miðvikudag til moldar, á fimmtudag til frama, á föstudag til fjár, á laugardag til lukku. Ekki er trútt um að menn hafi ekki haft hliðsjón af þessari kreddu þegar eitthvert fyrirtæki hefur verið byrjað.Þessi þula er sú algengasta um dagana en í Skaftfellskum þjóðsögum má lesa (bls. 221) að sumir tali um að þriðjudagur sé til þroska og miðvikudagur til minnis. Miðvikudagur til moldar hefur oftast verið skýrt á þann hátt að fyrir þeim sem fæddist á miðvikudegi hefði verið talið að lægi moldarvinna, það er útivinna við mokstur og aðra grófari sveitavinnu. Þótt flestir séu hættir að taka mark á þessari þjóðtrú eru þó enn margir sem ekki vilja hefja verk, af hvaða tagi sem, er á mánudegi (mánudagur til mæðu). Það er vel þekkt að konur byrjuðu ekki á nýrri flík, sokkum, vettlingum eða öðru, á mánudegi. Þær fitjuðu frekar upp á sunnudagskvöldi þótt þær legðu síðan prjónana frá sér til næsta dags.
Útgáfudagur
3.8.2005
Spyrjandi
Þorgrímur Björnsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5173.
Guðrún Kvaran. (2005, 3. ágúst). Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5173
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5173>.