Sólin Sólin Rís 06:31 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:22 • Sest 19:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:54 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:31 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:22 • Sest 19:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:54 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að brynna músum merkir ‘að gráta, fella tár’ og þekkist frá síðari hluta 18. aldar. Sama er að segja um sambandið vatna músum í sömu merkingu sem nefnt er í orðabók Björns Halldórssonar (1814: 93). Báðar sagnirnar brynna og vatna eru notaðar um að gefa einhverjum að drekka.

Orðasambandið að brynna músum merkir ‘að gráta, fella tár’.

Orðasamböndin eru oftast notuð um krakka sem eru að skæla út af litlu. Eiginleg merking er að gefa músum að drekka með tárum en þær munu ekki þurfa mikið vatn í einu til þess að svala þorsta sínum.

Heimild og mynd:

  • Björn Halldórsson. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske lexikon. 1814. Vol. II. Havniæ [Kaupmannahöfn].
  • PickPik. (Sótt 24.4.2024).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.7.2024

Spyrjandi

Haukur Oddur Jóhannesson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2024, sótt 8. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86493.

Guðrún Kvaran. (2024, 3. júlí). Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86493

Guðrún Kvaran. „Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2024. Vefsíða. 8. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86493>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur?
Orðasambandið að brynna músum merkir ‘að gráta, fella tár’ og þekkist frá síðari hluta 18. aldar. Sama er að segja um sambandið vatna músum í sömu merkingu sem nefnt er í orðabók Björns Halldórssonar (1814: 93). Báðar sagnirnar brynna og vatna eru notaðar um að gefa einhverjum að drekka.

Orðasambandið að brynna músum merkir ‘að gráta, fella tár’.

Orðasamböndin eru oftast notuð um krakka sem eru að skæla út af litlu. Eiginleg merking er að gefa músum að drekka með tárum en þær munu ekki þurfa mikið vatn í einu til þess að svala þorsta sínum.

Heimild og mynd:

  • Björn Halldórsson. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske lexikon. 1814. Vol. II. Havniæ [Kaupmannahöfn].
  • PickPik. (Sótt 24.4.2024).

...