Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?



Um kjörgengi forseta á Íslandi segir í 4. grein stjórnarskrárinnar:
Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.

Af þessu má draga þá ályktun að aðild að þjóðkirkjunni sé ekki skilyrði fyrir þann sem sækist eftir þessu æðsta embætti landsins. Forsetinn er ekki æðsti yfirmaður þjóðkirkjunnar, heldur biskup Íslands sem jafnframt nýtur lögbundinnar aðstoðar Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við að sinna starfi sínu.

Þar sem konungsveldi er við lýði, tíðkast víða að konungstigninni fylgi staða yfirmanns viðkomandi þjóðkirkju. Svo er til dæmis í Bretlandi þar sem Elísabet II situr yfir bæði ríki og kirkju. Í bresku stjórnarskránni er það jafnframt skilyrði að konungurinn/drottningin sé meðlimur bresku kirkjunnar, en það ákvæði hefur legið undir gagnrýni undanfarið þar í landi.

Hér á Íslandi hefur umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju verið í hámæli síðustu ár en hvort það ýtir undir að fyrsti forsetinn utan þjóðkirkjunnar verði kosinn, fyrr eða síðar, skal ósagt látið. Engu að síður er það vert umhugsunar gagnvart framtíðinni.

Mynd: Alþingi

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

29.4.2003

Spyrjandi

Markús Már Efraím

Tilvísun

UÁ. „Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3371.

UÁ. (2003, 29. apríl). Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3371

UÁ. „Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3371>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?


Um kjörgengi forseta á Íslandi segir í 4. grein stjórnarskrárinnar:
Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.

Af þessu má draga þá ályktun að aðild að þjóðkirkjunni sé ekki skilyrði fyrir þann sem sækist eftir þessu æðsta embætti landsins. Forsetinn er ekki æðsti yfirmaður þjóðkirkjunnar, heldur biskup Íslands sem jafnframt nýtur lögbundinnar aðstoðar Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við að sinna starfi sínu.

Þar sem konungsveldi er við lýði, tíðkast víða að konungstigninni fylgi staða yfirmanns viðkomandi þjóðkirkju. Svo er til dæmis í Bretlandi þar sem Elísabet II situr yfir bæði ríki og kirkju. Í bresku stjórnarskránni er það jafnframt skilyrði að konungurinn/drottningin sé meðlimur bresku kirkjunnar, en það ákvæði hefur legið undir gagnrýni undanfarið þar í landi.

Hér á Íslandi hefur umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju verið í hámæli síðustu ár en hvort það ýtir undir að fyrsti forsetinn utan þjóðkirkjunnar verði kosinn, fyrr eða síðar, skal ósagt látið. Engu að síður er það vert umhugsunar gagnvart framtíðinni.

Mynd: Alþingi...