Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 349 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?

Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...

category-iconHugvísindi

Hafa rómverskir munir fundist hér á landi?

Sex rómverskir peningar hafa fundist hér á landi. Fjórir þeirra eru bronspeningar, svokallaðir Antoninianusar slegnir í kringum 300 e.Kr. Tveir þeirra fundust á Bragðavöllum í Hamarsfirði 1905 og 1933, í uppblásnum rústum ásamt gripum með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Sá þriðji fannst á víðavangi fyrir mynni H...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um aðlögun og vistfræðilega stöðu áttfætlna hér á landi?

Áttfætlur hér á landi (Arachnida) tilheyra fjórum ættbálkum: Ættbálki köngulóa (Araneae), langfætlna (Opiliones), áttfætlumaura (Acari) og dreka (Pseudoscorpiones). Vistfræðilegur sess þeirra er mjög mismunandi milli hópa og tegunda en þær hafa lagað sig að margvíslegum búsvæðum. Köngulær (Araneae) Köngulær...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?

Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Örtugadalur sem einnig er nefndur Örskotsteigadalur og hvaðan koma örnefnin?

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Nafnið Örtugadalur er þekkt úr eldri heimild en Örskotsteigadalur, það er úr riti Árna Magnússonar Chorographica Islandica frá byrjun 18. aldar þar sem hann er að lýsa ýmsum reiðleiðum: „Oddrúnarbrekkur upp...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hafa Ganverjar unnið Þjóðverja á HM? Hvaða íbúaheiti á að nota?

Upphafleg spurning hljómar svona: Vegna HM í fótbolta sker mjög oft í eyru mín það sem leikmenn frá ákveðnum löndum eru kallaðir. Eins og t.d. Ganverjar eru þá þeir sem koma frá Gana - er þetta rétt: Ganverjar, Kýpverjar, Fílbeinungar? Hvað kallast þessir einstaklingar frá þessum þjóðum og getum við ekki með ei...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?

Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Þeista í nafninu Þeistareykir?

Í heild hljóðar spurningin svona:Langar að vita merkingu Þeist eða þeista en þar á ég við hvernig nafnið Þeistareykir er komið til. Nafnið er skrifað „þeistareykia land“ í máldaga Múlakirkju í Auðunarmáldögum 1318 (Ísl. fornbréfasafn II, 434) og er elsta dæmi um jörðina í heimildum. Nafnið er „Þeistar Reyker eð...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?

Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...

category-iconHugvísindi

Hver drap Snorra Sturluson?

Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...

category-iconÞjóðfræði

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er munurinn á brjóstsviða og nábít?

Nábítur er ákveðið stig af brjóstsviða. Eins og fram kemur í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað er bakflæði? fáum við brjóstsviða þegar magasýrur flæða eða skvettast upp í vélinda úr maganum. Vélindað þolir illa svo sterkt, ertandi efni og við finnum fyrir bruna- eða sviðatilfinningu. Það kallas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi þýði gott varp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur bæjarnafnið Gottorp í Húnaþingi? Getur verið að það þýði gott varp? Gottorp er bær í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Bæjarnafnið var gefið af Lauritz Christiansson Gottrup (1648-1721) lögmanni á Þingeyrum 1694 eða 1695 þegar hann byggði upp eyðibýlið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?

Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...

Fleiri niðurstöður