Nú á dögum lifir brúnrotta víða um land en virðist þó ekki vera í öllum bæjum og þorpum. Sums staðar lifir hún villt fjarri húsum en fer þó sjaldan langt frá mannabyggð. Oftast er hana að finna í fóðurgeymslum, útihúsum, í kjöllurum eða einhverjum holrúmum í veggjum eða gólfum en utanhúss lifir brúnrotta einkum í skólpræsum, á ruslahaugum, við fiskihjalla, í hafnargörðum eða í lífmiklum fjörum við sjávarsíðuna (338).Um svartrottur segir Karl í sömu bók:
Svo virðist sem þær [svartrottur] hafi ekki náð hér fótfestu um áratuga skeið. Þó koma hingað stöku dýr en yfirleitt lifa þau stutt á landinu (bls. 341-342).Að sögn meindýraeyðis hjá Reykjavíkurborg lifa rottur alla jafna í holræsum hér á landi, ólíkt því sem gerist erlendis þar sem þær eru gjarnan í náttúrunni. Rottur fundust þó fyrst á Íslandi áður en mikið þéttbýli hafði myndast þannig að þær geta væntanlega lifað í sveitum landsins, þó oftast í nágrenni við menn. Höfundur þessa svars hefur ekki séð útbreiðslukort fyrir rottur á Íslandi og veit ekki hvort slíkt kort hefur verið gert. Heimildir og mynd:
- Karl Skírnisson. 1993. Nagdýr á Íslandi. Villt íslensk spendýr. Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.). Hið Íslenska náttúrufræðifélag, Landvernd. Reykjavík, bls. 327-346
- Árni Einarsson. 1980. Mýs og rottur. Villt spendýr. Árni Einarsson (ritstj.). Rit Landverndar 7: 112-119.
- Séríslenskt að rottur séu í skolplögnum - mbl.is 2.7.2013. (Skoðað 9.1.2019).
- Mynd: Rattus norvegicus -Fairlands Valley Park, Stevenage, England-8.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 9. 1. 2019).