Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2581 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?

Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn. Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar er hægt að læra ljósmyndun, kvikmyndatökur og þess háttar?

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur boðið upp á myndlistarbraut til stúdentsprófs, þar sem nemendur leggja stund á myndlist til viðbótar við hefðbundin námsfög menntaskóla. Stúdentsprófið býr nemendur undir að halda áfram listanámi á háskólastigi. Listaháskóli Íslands býður upp á háskólanám í ýmissi myndlist, ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7? Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var síðasta gos á Íó?

Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?

Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum. Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta kanínur orðið gamlar?

Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?

Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin. Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Rey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig líta eyruglur út?

Eyruglur (Asio otus) lifa á norðlægum svæðum í Evrópu og Rússland og allt austur til Japan. Hún finnst einnig á tempruðum svæðum Norður-Ameríku. Í Norður og Austur-Afríku eru til staðbundnir stofnar. Í sumar (árið 2003) var í fyrsta sinn staðfest varp eyruglu hér á landi, nánar tiltekið í Þrastaskógi í Grímsnes...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er stál?

Stál er blanda járns og kolefnis og stundum fleiri frumefna. Kolefnisinnihald í stáli er á bilinu 0,1% - 2%. Ef kolefnisinnihald í blöndunni fer yfir 2% kallast efnið steypujárn, pottur eða pottjárn. Þá er það stökkt og ekki er hægt að hamra það til eins og stál og járn. Stál hefur margþætt notagildi, það er no...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stinga geitungar?

Geitungar, líkt og margar aðrar dýrategundir, eru búnir vopnum sem þeir beita bæði til fæðuöflunar og varnar. Þessi vopnabúnaður getur verið af ýmsum toga svo sem broddar eða eiturframleiðsla. Hjá geitungum eru það eingöngu kvendýrin sem geta stungið, það er drottningar og þernur, enda er broddurinn að uppruna til...

category-iconFélagsvísindi

Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?

Þessari spurningu er einfalt að svara því orðið morð kemur hvergi fyrir í íslenskum lögum. Samkvæmt skilningi laganna er þess vegna enginn greinarmunur gerður á manndrápi og morði. Manndráp er notað um það að drepa mann eða menn og orðið morð merkir það sama, með þeim merkingarauka að manndrápið getur verið leynil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?

Gallirallus dieffenbachii er útdauð fuglategund af ætt rella (rallidae). Tegundin var einlend á þremur eyjum í Chathman-eyjaklasanum austan Nýja-Sjálands (einlend merkir að tegund finnst ekki annars staðar). Þessar þrjár eyjur eru smáar, stærst er Chathameyja sem er rúmir 800 ferkílómetrar, Pitteyja er aðeins tæpi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er náskata æt?

Náskata (Raja fullonica) er vel æt og hún er unnin á sama hátt og aðrar skötutegundir sem eru veiddar hér við land, svo sem skata (Raja batis) og tindaskata (Raja radiata). Árið 2020 var heildarafli náskötu á Íslandsmiðum tæp 17 tonn en sama ár var heildarafli tindaskötu 827 tonn. Náskata (Raja fullonica) er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr er með minnstu augun?

Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...

Fleiri niðurstöður