Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4381 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvernig vita fornleifafræðingar hvar þeir eiga að grafa þegar þeir leita að fornleifum?

Það getur verið vandaverk að staðsetja uppgraftarsvæði þannig að svör fáist við þeim spurningum sem lagt er upp með í fornleifarannsókn. Stundum er það tiltölulega einfalt, til dæmis þegar rannsaka á byggingar sem ennþá sést móta fyrir, en þá getur samt verið álitamál hversu langt út fyrir veggi uppgröfturinn er l...

category-iconNæringarfræði

Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?

Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?

Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann er nú meðal annars stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands, formaður ráðgjafarnefndar Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna fjármálafyrirtæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?

Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?

Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram?

Tígrisdýr (Panthera tigris) eru stærstu núlifandi kattardýrin. Að minnsta kosti tvær deilitegundir þeirra eru stærri en afrísk ljón (Panthera leo). Tígrisdýr lifa eingöngu í Asíu en áður fyrr teygðu þau sig að mörkum Evrópu, þegar hið útdauða kaspía- eða turantígrisdýr (P. tigris virgata) ráfaði um Mið-Asíu og all...

category-iconStærðfræði

Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...

category-iconLæknisfræði

Er áfengi krabbameinsvaldandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?

Rétt er það hjá spyrjandanum að algengast er að sjá hrafna saman í pörum. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt uns dauðinn aðskilur þá. Eftir því sem atferlisfræðingar hafa komist næst, er lítið um hjónaskilnaði hjá þessum skemmtilegu fuglum sem þó eru hataðir af mörgum hér á...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?

Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?

Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið mötuneyti?

Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...

category-iconLæknisfræði

Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...

Fleiri niðurstöður