Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2885 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífplast?

Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum, sem olíulindir eru ekki, en flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Helstu hráefni sem...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er TNT og hvernig virkar það?

TNT er skammstöfun á efninu 2,4,6-trínítrótolúen en efnabyggingu þess má sjá hér fyrir neðan. TNT er fölgult og lyktarlaust fast efni með bræðslumark 80°C og suðumark 240°C. TNT er best þekkt sem sprengiefni. Það finnst ekki í náttúrunni en var fyrst búið til árið 1863 af þýska efnafræðingnum Julius Wilbrand (1839...

category-iconJarðvísindi

Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?

Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðg...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?

Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga Tyrkjaveldis?

Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM?

Skammstöfunin GSM stendur fyrir ‘Global System for Mobile Communications’ sem mundi útleggjast á íslensku sem ‘heimskerfi fyrir farsímasamskipti’. Á íslensku hefur verið reynt að smíða mörg nýyrði yfir það sem á ensku kallast GSM eða Mobile phone, meðal annars hefur verið stungið upp á orðunum 'kortafarsími', 'hv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri. Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir ...

category-iconHugvísindi

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er stóris og af hverju er það notað um þunnar gegnsæjar gardínur?

Stóris er tökuorð í íslensku komið úr dönsku stores sem aftur tók orðið að láni úr frönsku store, í fleirtölu stores. Átt er við gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga oftast í stofu eða borðstofu. Stóris er gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga gjarnan í stofu eða borðstofu. Orðið er tökuor...

category-iconLæknisfræði

Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?

Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?

Tildra (Arenaria interpres) er svokallaður umferðarfugl hér á landi, með öðrum orðum, heimsókn tegundarinnar til Íslands er nokkurs konar millilending. Á vorin er hún á leið á varpsvæðin og á haustin til vetrarstöðvanna. Tildrur koma hingað í tugþúsunda tali og halda til í fáeina daga eða vikur og byggja upp orku...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru gíraffar með doppur?

Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti gíraffans heldur hefur það mótast fyrir tilstilli þróunar. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabe...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er samfélag?

Samfélag er hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá Ísland, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er það tukthús eða tugthús og hvaðan kemur orðið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er réttara að skrifa „tugthús“ eða „tukthús“? Finn það ekki með „G“ inni á Ritmálasafni Árnastofnunar. Sögnin tukta, einnig ritað tugta, er leidd af nafnorðinu tukt sem merkir ‘góðir siðir, siðvendni’. Sögnin merkir ‘refsa, siða’, til dæmis tukta einhvern til ‘siða e...

Fleiri niðurstöður