Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabeltisgresju og staktrjáasléttum Afríku, þá gegnir það hlutverki eins konar felubúnings. Um felubúning dýra er hægt að lesa um í svari við spurningunni Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?
Rómverjar til forna sýndu stundum gíraffa í hringleikahúsum og þeir nefndu þá Camelopardalis því þeim fannst hálsinn á þeim minn á háls kameldýrsins en blettirnir á hlébarða. Fræðilega heitið á gíraffa er Giraffa camelopardalis en orðið gíraffi er komið úr arabísku. Mynd: Hidden Treasure Giraffe