Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4399 svör fundust
Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?
Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...
Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?
Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...
Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?
Kötlugosið 1918 telur Guðrún Larsen (2000) hið 21. í eldstöðinni eftir landnám. Eins og jafnan í Kötlugosum olli jökulhlaupið sem fylgdi mestum tíðindum. Gosið hófst skömmu fyrir kl. 3 eftir hádegi 12. október og varð meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Jarðskjálftar fundust í Mýrdal um tveimur tímum áður...
Hvað eru ristilpokar?
Ristilpokar (e. diverticulosis) eru litlir vasar, oft um 5-10 mm, sem myndast innan á ristilvegg. Oftast eru þessir pokar einkennalausir og margir sem eru með slíka poka vita ekki af því. Ristilpokar uppgötvast helst fyrir tilviljun nema ef í þá kemur sýking eða það fer að blæða úr þeim, en í alvarlegustu tilfellu...
Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?
Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringarefna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þ...
Hvernig reikna menn út rennsli í rúmmetrum í jökulhlaupum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig er farið að því að finna út rennsli í rúmmetrum í hlaupum eins og Skaftárhlaupi? Rennsli fallvatns er fundið með því að mæla rúmmál vatns sem berst í gegnum þversnið farvegarins á tímaeiningu. Venja er að nota mælieininguna rúmmetrar á sekúndu [m3/s]. $$R...
Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?
Margrét Helga Ögmundsdóttir er rannsóknasérfræðingur við læknadeild Háskóla Íslands og snúa rannsóknir hennar að frumu- og sameindalíffræði krabbameina. Margét Helga hefur rannsakað byggingu og starfsemi prótína sem gegna lykilhlutverki í genastjórnun í litfrumum og sortuæxlum, auk greiningar á hlutverki tilte...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?
Ágúst Kvaran er prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snerta samspil ljóss og efnis. Ágúst hefur lagt áherslu á öflun upplýsinga um eiginleika sameinda með litrófsmælingum og rannsakað áhrif orkuríkrar geislunar á efni. Meðal verkefna eru á...
Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...
Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?
Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee). ...
Er Alzheimers-sjúkdómurinn ættgengur?
Alzheimers-sjúkdómur hefur væntanlega alltaf verið til en honum var fyrst lýst í grundvallaratriðum í byrjun síðustu aldar af vísindamönnum í Mið-Evrópu. Fyrstur þeirra svo vitað sé var Oskar Fischer (1876–1942) í Prag sem kynnti sínar niðurstöður árið 1905 en hann er nánast öllum gleymdur. Annar þeirra var Alois ...
Af hverju leiðir hlýnandi loftslag til tíðari ofsaveðra?
Í stuttu máli er hægt að svara spurningunni svona: Eftirfarandi veðuröfgar hafa færst í aukana og gera má ráð fyrir áframhaldi á þeirri þróun: Hitabylgjur, þurrkar, aftakaúrkoma og öflugir fellibyljir. Þessar breytingar má með nokkurri vissu rekja til hlýnunar lofthjúpsins og yfirborðssjávar. Fjöldi hitabelti...
Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?
Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...
Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?
Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...
Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem ...