Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?

Matvælastofnun

Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringarefna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þörungar borist milli svæða meðal annars með kjölvatni skipa sem losað er eftir siglingar frá fjarlægum stöðum.

Í samræmi við aukna útbreiðslu eitraðra þörunga hefur eitrunum af völdum skelfiskneyslu fjölgað í heiminum. Þörungarnir eru ein aðalfæða skelfisksins, en hann bíður sjálfur engan skaða af eitrinu. Víðast hvar í löndunum í kringum okkur er fylgst reglulega með magni eitraðra þörunga við strendur og gefnar út viðvaranir ef magnið fer yfir þau hættumörk sem sett hafa verið.


Á meðan ekki er reglubundin vöktun á magni eitraðra svifþörunga við strendur landsins er ekki hægt að mæla með skelfisktínslu á fjörum fyrr en í byrjun nóvember í fyrsta lagi og fram í miðjan apríl.

Helstu tegundir eitraðra svifþörunga sem finnast á norðlægum slóðum eru skoruþörungar af ættkvíslunum Alexandrium, Dinophysis og Prococentrum og einnig kísilþörungar af ættkvíslinni Pseudo-nitzschia. Þörungar af ættkvíslinni Alexandrium geta valdið svonefndri PSP-skelfiskeitrun. Þörungar af ættkvíslunum Dinophysis og Prococentrum geta valdið DSP-skelfiskeitrun og þörungar af ættkvíslinni Pseudo-nitzschia geta valdið ASP-eitrun.

DSP (e. diarrheic shellfish poisoning) er niðurgangseitrun. Hún er algengasta gerð skelfiskeitrunar á norðlægum slóðum. Eitrunareinkennin eru niðurgangur, uppköst, magaverkur og svimi. Einkennin eru yfirleitt ekki langvarandi og ekki er talið að varanlegur skaði hljótist af.

PSP (e. paralytic shellfish poisoning) er lömunareitrun. Hún er fátíðari en niðurgangseitrunin en að sama skapi mun alvarlegri. Einkenni hennar eru kláði og tilfinningaleysi í munni og andliti, höfuðverkur, uppköst og niðurgangur. Í alvarlegum tilfellum geta orðið skemmdir í taugavef og lömun í öndunarfærum sem getur leitt til dauða. Vægari einkenni ganga til baka en taugaskaði ekki.

ASP (e. amnesic shellfish poisoning) er minnistapseitrun. Ekki eru þekkt tilfelli á um hana á Íslandi eða í Noregi. Eitrunareinkenni eru svipuð og í DSP en auk þess koma fram áhrif á taugakerfi svo sem minnistap og í einstaka tilfellum dauði. Vægari einkenni ganga til baka.

Skelfiskneysla er fremur takmörkuð á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Hörpudiskur er veiddur hér og kræklingatínsla stunduð í litlum mæli. Annar skelfiskur er ekki borðaður hér á landi svo neinu nemur. Skelfiskur hefur þó verið nýttur í einhverjum mæli á ákveðnum landsvæðum um langan tíma. Það var vel þekkt að fólk gæti veikst af þessum mat og þá sérstaklega yfir sumarmánuðina.

Það hefur lengi verið alþýðuregla að skel megi ekki tína í r-lausum mánuðum, það er maí, júní, júlí og ágúst. Ef niðurstöður rannsóknarleiðangra Hafró eru skoðaðir kemur í ljós að þessi regla er ekki algild. Í Hvalfirði mældust svifþörungar yfir viðmiðunarmörkum frá miðjum júní og fram í byrjun nóvember og DSP-eitur yfir mörkum frá lokum júlí og fram til loka október. Eins og áður var sagt hafa eitraðir svifþörungar engin áhrif á skelfiskinn og ekkert aukabragð sem hægt er að varst.

Á meðan ekki er reglubundin vöktun á magni eitraðra svifþörunga við strendur landsins er ekki hægt að mæla með því að skelfiskur sé tíndur á fjörum hér við land fyrr en í byrjun nóvember í fyrsta lagi og fram í miðjan apríl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um þörungaeitur í skelfiski á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

1.2.2010

Spyrjandi

Þorsteinn Egilsson

Tilvísun

Matvælastofnun. „Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2010, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=9397.

Matvælastofnun. (2010, 1. febrúar). Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=9397

Matvælastofnun. „Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2010. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=9397>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?
Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringarefna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þörungar borist milli svæða meðal annars með kjölvatni skipa sem losað er eftir siglingar frá fjarlægum stöðum.

Í samræmi við aukna útbreiðslu eitraðra þörunga hefur eitrunum af völdum skelfiskneyslu fjölgað í heiminum. Þörungarnir eru ein aðalfæða skelfisksins, en hann bíður sjálfur engan skaða af eitrinu. Víðast hvar í löndunum í kringum okkur er fylgst reglulega með magni eitraðra þörunga við strendur og gefnar út viðvaranir ef magnið fer yfir þau hættumörk sem sett hafa verið.


Á meðan ekki er reglubundin vöktun á magni eitraðra svifþörunga við strendur landsins er ekki hægt að mæla með skelfisktínslu á fjörum fyrr en í byrjun nóvember í fyrsta lagi og fram í miðjan apríl.

Helstu tegundir eitraðra svifþörunga sem finnast á norðlægum slóðum eru skoruþörungar af ættkvíslunum Alexandrium, Dinophysis og Prococentrum og einnig kísilþörungar af ættkvíslinni Pseudo-nitzschia. Þörungar af ættkvíslinni Alexandrium geta valdið svonefndri PSP-skelfiskeitrun. Þörungar af ættkvíslunum Dinophysis og Prococentrum geta valdið DSP-skelfiskeitrun og þörungar af ættkvíslinni Pseudo-nitzschia geta valdið ASP-eitrun.

DSP (e. diarrheic shellfish poisoning) er niðurgangseitrun. Hún er algengasta gerð skelfiskeitrunar á norðlægum slóðum. Eitrunareinkennin eru niðurgangur, uppköst, magaverkur og svimi. Einkennin eru yfirleitt ekki langvarandi og ekki er talið að varanlegur skaði hljótist af.

PSP (e. paralytic shellfish poisoning) er lömunareitrun. Hún er fátíðari en niðurgangseitrunin en að sama skapi mun alvarlegri. Einkenni hennar eru kláði og tilfinningaleysi í munni og andliti, höfuðverkur, uppköst og niðurgangur. Í alvarlegum tilfellum geta orðið skemmdir í taugavef og lömun í öndunarfærum sem getur leitt til dauða. Vægari einkenni ganga til baka en taugaskaði ekki.

ASP (e. amnesic shellfish poisoning) er minnistapseitrun. Ekki eru þekkt tilfelli á um hana á Íslandi eða í Noregi. Eitrunareinkenni eru svipuð og í DSP en auk þess koma fram áhrif á taugakerfi svo sem minnistap og í einstaka tilfellum dauði. Vægari einkenni ganga til baka.

Skelfiskneysla er fremur takmörkuð á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Hörpudiskur er veiddur hér og kræklingatínsla stunduð í litlum mæli. Annar skelfiskur er ekki borðaður hér á landi svo neinu nemur. Skelfiskur hefur þó verið nýttur í einhverjum mæli á ákveðnum landsvæðum um langan tíma. Það var vel þekkt að fólk gæti veikst af þessum mat og þá sérstaklega yfir sumarmánuðina.

Það hefur lengi verið alþýðuregla að skel megi ekki tína í r-lausum mánuðum, það er maí, júní, júlí og ágúst. Ef niðurstöður rannsóknarleiðangra Hafró eru skoðaðir kemur í ljós að þessi regla er ekki algild. Í Hvalfirði mældust svifþörungar yfir viðmiðunarmörkum frá miðjum júní og fram í byrjun nóvember og DSP-eitur yfir mörkum frá lokum júlí og fram til loka október. Eins og áður var sagt hafa eitraðir svifþörungar engin áhrif á skelfiskinn og ekkert aukabragð sem hægt er að varst.

Á meðan ekki er reglubundin vöktun á magni eitraðra svifþörunga við strendur landsins er ekki hægt að mæla með því að skelfiskur sé tíndur á fjörum hér við land fyrr en í byrjun nóvember í fyrsta lagi og fram í miðjan apríl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um þörungaeitur í skelfiski á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi....