Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?

Matvælastofnun

Þörungar nota sólarljós og ólífræn næringarefni í sjónum til orkuframleiðslu. Á veturna þegar yfirborðssjór kólnar og vinda gætir blandast sjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni berast á ný til yfirborðs. Vegna uppblöndunar haldast svifþörungarnir ekki nægilega lengi uppi í ljóstillífunarlaginu til að ljóstillífa og því verður vöxtur þeirra lítill sem enginn. Á veturna gætir sólarljóss einnig lítið og það takmarkar vöxt þörunga.

Þegar vorar og tekur að hlýna hitnar yfirborðið og sjór verður lagskiptur fyrir áhrif hlýnunar og ferskvatns frá landi. Við þessar aðstæður skapast kjörskilyrði fyrir þörunga og þeir fjölga sér hratt. Þetta er nefnt vorblómi svifþörunganna eða vorhámark.


Gervitunglamynd sem sýnir vel þörungablóma í Barentshafi.

Á vorin eru það fyrst og fremst kísilþörungar sem eru ráðandi í svifinu. Þegar líður á sumarið lækkar styrkur kísils í yfirborðssjónum og þá fjölgar öðrum hópum svifþörunga. Yfir sumarið minnkar styrkur ólífrænna næringarefna í efstu lögum sjávar og dregur þá úr fjölda ákveðinna hópa svifþörunga, en aðrir hópar og tegundir sem geta nýtt sér önnur form næringar taka við. Á haustin þegar yfirborð sjávar kólnar verður aftur uppblöndun í sjónum og næringarefni úr neðri lögum sjávar berast upp í yfirborðið., Við þessar aðstæður eykst vöxtur svifþörunga aftur og þá er talað um haustblóma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um þörungaeitur á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

21.1.2010

Spyrjandi

Svala Jónsdóttir

Tilvísun

Matvælastofnun. „Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31371.

Matvælastofnun. (2010, 21. janúar). Hvað orsakar þörungablóma í hafinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31371

Matvælastofnun. „Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31371>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?
Þörungar nota sólarljós og ólífræn næringarefni í sjónum til orkuframleiðslu. Á veturna þegar yfirborðssjór kólnar og vinda gætir blandast sjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni berast á ný til yfirborðs. Vegna uppblöndunar haldast svifþörungarnir ekki nægilega lengi uppi í ljóstillífunarlaginu til að ljóstillífa og því verður vöxtur þeirra lítill sem enginn. Á veturna gætir sólarljóss einnig lítið og það takmarkar vöxt þörunga.

Þegar vorar og tekur að hlýna hitnar yfirborðið og sjór verður lagskiptur fyrir áhrif hlýnunar og ferskvatns frá landi. Við þessar aðstæður skapast kjörskilyrði fyrir þörunga og þeir fjölga sér hratt. Þetta er nefnt vorblómi svifþörunganna eða vorhámark.


Gervitunglamynd sem sýnir vel þörungablóma í Barentshafi.

Á vorin eru það fyrst og fremst kísilþörungar sem eru ráðandi í svifinu. Þegar líður á sumarið lækkar styrkur kísils í yfirborðssjónum og þá fjölgar öðrum hópum svifþörunga. Yfir sumarið minnkar styrkur ólífrænna næringarefna í efstu lögum sjávar og dregur þá úr fjölda ákveðinna hópa svifþörunga, en aðrir hópar og tegundir sem geta nýtt sér önnur form næringar taka við. Á haustin þegar yfirborð sjávar kólnar verður aftur uppblöndun í sjónum og næringarefni úr neðri lögum sjávar berast upp í yfirborðið., Við þessar aðstæður eykst vöxtur svifþörunga aftur og þá er talað um haustblóma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um þörungaeitur á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi....