Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1357 svör fundust
Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. aðaðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanræksl...
Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?
Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....
Hver var Pandóra, og hver er sagan á bak við öskjuna hennar?
Samkvæmt grískri goðafræði var Pandóra fyrsta konan á jörðinni. Guðirnir höfðu falið bræðrunum Epimeþeifi (nafnið þýðir eftirsjá) og Prómeþeifi (“forsjálni”) að fylla jörðina lífi. Epimeþeifur byrjaði á að skapa dýrin og gaf þeim ýmsa eiginleika, styrk, hraða og klókindi, og feld og fjaðrir til að verja sig með...
Hvernig varð íslenski hesturinn til?
Hér verður reynt að svara því hvernig íslenski hesturinn breyttist eftir komuna til landsins fyrir meira en eitt þúsund árum. Um uppruna og forfeður íslenska hestsins hefur sami höfundur skrifað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn? Ekki er vitað til þess að hestar hafi v...
Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...
Hvað eru skriðdýr?
Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...
Voru Daltonbræðurnir til?
Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður ...
Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?
Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...
Á hverju lifa hettumávsungar?
Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...
Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?
Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta. Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þ...
Eru til kvenkyns raðmorðingjar?
Afbrotafræðingar skilgreina raðmorðinga (e. serial killer) sem einstakling sem framið hefur þrjú manndráp eða fleiri í þremur eða fleiri aðgreindum skiptum. Til eru ólíkar tegundir raðmorðingja. Algengasta tegundin er sá sem haldinn er kvalalosta eða ofríki á háu stigi. Aileen Wuornos myrti sjö karla og hlaut da...
Er allt gert úr frumum?
Svarið við þessu fer svolítið eftir því hvað átt er við með orðinu „allt“, hvort þar sé verið að vísa til allra lífvera eða hvort átt sé við ALLT í stærra samhengi. Í niðurlagi svars Halldórs Þormars við spurningunni Hver uppgötvaði frumuna? er minnst á frumukenninguna en samkvæmt henni er fruman frumeining all...
Hvernig er borgaraleg ferming?
Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók: Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta sva...
Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...
Hver var Jón Ögmundsson?
Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...