Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2641 svör fundust
Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?
Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða. Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Orðasambandið að v...
Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...
Hvað er vikivaki?
Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...
Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?
Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar. Útbr...
Hvað er njóli?
Njóli, sem hefur latneska heitið Rumex longifolius, er planta af súruætt. Njólinn getur orðið nokkuð stór eða meira en metri á hæð. Hann vex aðallega við byggð og er oftast talinn illgresi. Sums staðar hefur hann breiðst nokkuð út í óræktað land, og kann þá best við sig í bleytum, flæðum og árfarvegum, en hann fin...
Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?
Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...
Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?
Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...
Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn?
Upprunalega spurningin var: Ef tengdamamma mín deyr og maki minn er dáinn, erfi ég þá tengdamömmu eða bara eftirlifandi börn hennar? Að því gefnu að hin látna hafi ekki gert erfðaskrá skiptist arfurinn á lögbundinn hátt samkvæmt erfðalögunum frá 1962. Ef arfleifandi (hin látna) er í hjúskap fellur 1/3 hl...
Hvaða gas var notað í loftskip?
Til þess að loftbelgur eða annað ílát geti lyfst frá jörð þarf hluturinn í heild að vera léttari en loftið sem hann ryður frá sér. Það er lögmál Arkímedesar sem segir til um þetta. Umbúðirnar eru þyngri í sér en loft, svo og burðarkörfur og farmur sem ætlunin er að lyfta. Því þarf gasið í loftbelgnum eða loftskipi...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...
Hvað er kósangas og hvernig brennur það?
Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...
Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama. ...
Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?
Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.) Núverandi heimkynni asíska fíl...
Hvað er ítrun Newtons?
Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...