Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7050 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig fæðir fólk börn?

Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr. Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæ...

category-iconFöstudagssvar

Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?

Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið. Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til...

category-iconSálfræði

Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?

Antonio Damásio fæddist í Portúgal 1944 og starfar nú sem prófessor við taugavísindadeild Suður-Kaliforníuháskóla (University of Southern California) í Bandaríkjunum. Damásio rannsakar taugafræðilegan grunn tilfinninga, meðvitundar, ákvarðanatöku og tengslin þar á milli. Antonio Damásio.Damásio hefur lagt áher...

category-iconLæknisfræði

Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?

Hugtakið smit er meðal annars notað um það þegar sýklar berast frá einum einstaklingi til annars. Smitið getur borist með beinni snertingu, andrúmslofti eða hlutum. Þessa orðanotkun er vel hægt að heimfæra upp á geislavirkni sem getur hæglega borist manna á milli. Orðið geislavirkni vísar annars vegar til geisl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

category-iconHugvísindi

Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?

Því miður er engin ein aðferð best fyrir fullorðna til að læra tungumál. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hvort og að hve miklu leyti fullorðnum tekst að læra erlend tungumál eru meðal annars hvatinn til námsins, þörfin fyrir að nota tungumálið, tilgangurinn með náminu og það hversu gott aðgengi nemandinn he...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?

Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?

Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. A...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?

Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er sjónskekkja og hvað veldur henni? Hvernig sjá þeir sem eru með sjónskekkju?

Sjónskekkja er ein af þremur megintegundum sjónlagsgalla, ásamt nærsýni og fjarsýni. Sjónlagsgalli er ástand þar sem viðkomandi þarf á hjálpartæki að halda, svo sem gleraugum eða snertilinsum, til að sjá skýrt. Nærsýni og fjarsýni orsakast oftast af lögun augans, hvort það er of stutt sem leiðir af sér fjarsýni ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?

Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. V...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?

Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu margir órangútanapar (Pongo pygmaeus) eru í Afríku en sjálfsagt eiga nokkrir heimkynni sín í dýragörðum í álfunni. Villtir órangútanapar lifa hins vegar í regnskógum Borneó og á takmörkuðu svæði á Súmötru. Samkvæmt rannsóknum eins helsta fremdardýrafræðings heims, ...

Fleiri niðurstöður