Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1501 svör fundust
Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?
Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...
Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?
Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...
Er alltaf jafnmikið vatn í höfunum, þó svo að jöklar bráðni, það rigni eða vatn gufi upp?
Þetta er góð spurning og svarið við henni er í aðalatriðum „já“ nema að því er varðar jöklana. Það er yfirleitt alltaf jafnmikið vatn í höfunum þó að einhverjar tímabundnar breytingar verði á rigningu og uppgufun. Þetta er hreint ekki augljóst en stafar af því að um þetta ríkir að mestu stöðugt jafnvægi, það er að...
Hvernig myndast súr kvika?
Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...
Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi
Það fer eftir seigju jarðmöttulsins á hverjum stað hversu hratt yfirborð landsins svarar álagsbreytingum. Seigja er mæld með einingunni poise (P) en SI-einingin er pascal-sekúnda (Pa-s), skilgreind þannig: ef fljótandi efni með seigjuna ein Pa-s er sett milli tveggja platna og annarri plötunni ýtt til hliðar með k...
Hvað skýrir loftslag við strönd Kaliforníu?
Tveir samtengdir þættir ráða mestu um hitafar við strönd Kaliforníu. Annars vegar er árstíðasveifla mismunar lands- og sjávarhita en hins vegar kaldur sjór úti fyrir ströndinni. Á sumrin er þrýstingur minni yfir landi heldur en sjó. Yfirborð lands hitnar mun meira heldur en yfirborð sjávar á sumrin þegar sól e...
Hvar er mest af geimskipum á Íslandi?
Í gegnum tíðina hefur Ísland fengið heilmikla athygli umheimsins vegna ýmiss konar yfirnáttúrulegra fyrirbæra sem talið er að fyrirfinnist hér á landi. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einn frægasti svikari sögunnar, Júdas, sé geymdur í Heklu. Er þetta einungis ein af fjölmörgum sögum sem tengjast Hekl...
Hvers vegna brakar í háspennulínum?
Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...
Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?
Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...
Hvað er steppa?
Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...
Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...
Hvers vegna varpar eldur engum skugga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kemur ekki skuggi af eldi en eldur getur búið til skugga af öðrum hlutum? Þegar lýst er á hlut fer ljósið að hluta til í gegnum hann, það endurkastast af honum eða er gleypt af hlutnum. Styrkur ljóssins sem kemst í gegn og endar á fletinum fyrir aftan hefur...
Hvaða máli skiptir votlendi?
Votlendi sem er stærra en tveir hektarar hefur notið sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 2013.[1] Samkvæmt lögunum er óheimilt að raska því nema brýna nauðsyn beri til. En hvers vegna nýtur votlendi þessarar sérstöku verndar, hvað er svona sérstakt við það? Votlendi er mikilvægt búsvæði ...
Eru menn dýr?
Orðin í máli okkar geta haft svolítið mismunandi merkingu eftir því hver segir þau og í hvaða samhengi þau eru. Á máli líffræði og raunvísinda merkir orðið "maður" einstakling af tegundinni sem kölluð er á vísindamáli Homo sapiens. Orðið "tegund" hefur síðan nánar skilgreinda merkingu sem óþarft er að tíunda hér. ...
Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?
LUK stendur fyrir landfræðilegt upplýsingakerfi sem á ensku kallast Geographical Information System eða GIS. Hugtakið er notað yfir alla miðla (til dæmis kort) sem lýsa dreifingu fyrirbæra um ákveðið svæði jarðar. -- Síðustu ár hefur hugtakið LUK einkum verið notað yfir tölvuvædda gagnagrunna sem innihalda stafræn...