LUK-forrit skiptast í þrjár einingar: kortagerð, gagnagrunn og úrvinnslu. Kortagerðareiningin inniheldur hefðbundnar kortaupplýsingar, gagnagrunnurinn inniheldur ýmis tölfræðileg og skrifleg gögn varðandi það sem fram kemur á kortinu, og úrvinnslueiningin vinnur úr gögnunum. Þannig geymir LUK svæðisbundnar upplýsingar sem tiltölulega einfalt er að meðhöndla, geyma og endurnýja í tölvum. Sem dæmi mætti nefna að Orkustofnun vinnur nú öll sín jarðfræðikort í LUK-forritum og einnig mætti nefna LUKR, Landupplýsingakerfi Reykjavíkur, sem geymir allar upplýsingar um götur, lóðir, hús, vatns-, rafmagns-, hita- og símalagnir í Reykjavík. Helsta heimild: Vefsíða á íslensku hjá Albert Sigurðssyni við Háskólann í Turku í Finnlandi.
Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?
LUK-forrit skiptast í þrjár einingar: kortagerð, gagnagrunn og úrvinnslu. Kortagerðareiningin inniheldur hefðbundnar kortaupplýsingar, gagnagrunnurinn inniheldur ýmis tölfræðileg og skrifleg gögn varðandi það sem fram kemur á kortinu, og úrvinnslueiningin vinnur úr gögnunum. Þannig geymir LUK svæðisbundnar upplýsingar sem tiltölulega einfalt er að meðhöndla, geyma og endurnýja í tölvum. Sem dæmi mætti nefna að Orkustofnun vinnur nú öll sín jarðfræðikort í LUK-forritum og einnig mætti nefna LUKR, Landupplýsingakerfi Reykjavíkur, sem geymir allar upplýsingar um götur, lóðir, hús, vatns-, rafmagns-, hita- og símalagnir í Reykjavík. Helsta heimild: Vefsíða á íslensku hjá Albert Sigurðssyni við Háskólann í Turku í Finnlandi.
Útgáfudagur
28.6.2000
Spyrjandi
Smári Ólafsson
Tilvísun
Bergþór Jónsson. „Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=585.
Bergþór Jónsson. (2000, 28. júní). Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=585
Bergþór Jónsson. „Hvað er eiginlega LUK, það sem kallað er GIS á ensku?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=585>.