Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2031 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað skýrir loftslag við strönd Kaliforníu?

Tveir samtengdir þættir ráða mestu um hitafar við strönd Kaliforníu. Annars vegar er árstíðasveifla mismunar lands- og sjávarhita en hins vegar kaldur sjór úti fyrir ströndinni. Á sumrin er þrýstingur minni yfir landi heldur en sjó. Yfirborð lands hitnar mun meira heldur en yfirborð sjávar á sumrin þegar sól e...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?

Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilega...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?

Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti B...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er eind?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"? Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað ...

category-iconStærðfræði

Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta?

Fertugsaldur hefst þegar aldur manns kemst á fjórða tuginn í árum talið. Það gerist þegar hann verður þrítugur. Þá eru liðin 30 ár eða þrír tugir ára frá því að hann fæddist og fjórði tugurinn hefst. Ekki eru sýnilega neinar mótsagnir eða vandræði sem geti hlotist af þessum skilningi. Fertugsaldur hefst við þrítu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerir maginn?

Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?

Leifturhnýðir eða leiftur (Lagenorhynchus acutus) eins og hann er oft nefndur er meðalstór höfrungategund sem lifir undan ströndum Íslands. Leifturhnýðir er náskyldur hnýðingum (Lagenorhynchus albirostris) sem finnast einnig hér við land. Fullorðin kaldýr eru um 2,60 metrar á lengd og kvendýrin örlítið minni. Dýri...

category-iconUnga fólkið svarar

Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun? Og hvenær á að byrja að gefa þeim kettlingamat? (Sigríður Erla Guðmundsdóttir) Af hverju sjá kettlingar ekkert þegar þeir fæðast? (Fjóla Aðalsteinsdóttir) Kettlingar opna yfirleitt augun einni til tveimur vikum eftir að þeir fæðas...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?

Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...

category-iconVeðurfræði

Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?

Athugunarmenn á fáeinum veðurstöðvum við sjávarsíðuna meta sjólag, það er hversu mikil ölduhæð er á sjónum næst stöðinni. Sjólagið er metið í 10 stigum sem hvert um sig ber nafn. Nöfnin og ölduhæðin eru: SjólagstalaHeitiÁætluð ölduhæð (í metrum) 0Ládautt0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?

Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...

category-iconStærðfræði

Til hvers notum við frumtölur?

Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað felst í vandamálinu ,,P vs. NP''?

Skýrum fyrst um hvað spurningin snýst. Til einföldunar má segja að hún varði afköst eða getu tölva til að leysa tiltekin verkefni. Það er þó ekki svo einfalt að þetta snúist um hvað tölvan geti framkvæmt margar aðgerðir á sekúndu heldur frekar hvað þurfi margar aðgerðir eða skref til að leysa tiltekið vandamál. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða tegundir bjarndýra lifðu á ísöld?

Þær tegundir bjarndýra sem nú lifa á jörðinni voru sennilega til á síðasta jökulskeiði ísaldar. Útbreiðslusvæði þeirra hefur sjálfsagt breyst töluvert vegna breytinga í umhverfinu. Ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum, þá hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á g...

Fleiri niðurstöður